Nýtt og ferskt stuff

Ég fékk skyndilega áhuga á ljósmyndun og hef síðustu daga verið að æfa mig í að taka fullorðinsmyndir af manninum mínum. Þessar myndir verða svo auðvitað birtar hér fljótlega. Það var nú aðallega þess vegna sem ég læsti blogginu mínu.

Þokkafulla þulan les

Hvernig ætti að vera hægt að taka Bylgjufréttirnar alvarlega?

Sjónvarpið

Mér lýst ekkert á hið nýja og létta Ísland í dag. Ég mun því ekki eyða meiri tíma í þann þátt. Mér lýst hins vegar vel á Fréttaaukann og mun halda áfram að horfa á hann.

Ég ákvað að koma þessum upplýsingum á framfæri sérstaklega fyrir þá sem hafa verið að velta þessu fyrir sér undanfarið. 


Ástin

Maður minn gaf mér How to make friends með FM BELFAST í jólagjöf. Ég gaf honum Hvernig gerir þú konuna þína hamingjusama eftir Þorgrím Þráinsson.Thorgrimur

Ég er núna að hlusta á FM BELFAST við vinnuna. Ég veit að Þorgrímur Þráinsson er enn í plastinu.

Þrátt fyrir að FM BELFAST sé hressandi í morgunsárið er ég ekki enn orðin hamingjusöm.


Þýski kötturinn Lupin

Ég vil fleiri fréttir af kettinum. Hvað varð um hann eftir veðurfréttir? Hver á þennan kött og hvernig komst hann inní myndver þýska sjónvarpsins. Það segir að 450 þús. manns hafi núþegar horft á myndskeiðið á YouTube þar sem hann bregður á leik. Þetta kemur mér ekki á óvart, ég hef horft á það 39 sinnum núþegar. 


Skrítin skrúfa

Ég vil ekkert segja en segi samt að einhver ráðherra sem ég vil ekki nefna á nafn en ætla samt að gefa í skyn hver er hafi sent mér skilaboð með leiðum sem ég vil ekki nefna en skilaboðin sem ég vil helst ekki segja hver voru voru mjög ámælisverð. Ef ég verð einhverntíman spurð út í þetta mál nánar þá mun ég ekkert segja, en reyndar er það sem ég hef verið að gera, þ.e. að segja ekkert, en ég vil endilega að þetta ekkert komist í fréttirnar þannig að allir vita að ég er ekkert að segja.

Takk fyrir mig.

Sigurbj...


Flokkum ruslið!

Mér finnst frekar erfitt að vera ekki lengur nemandi. Það er eitthvað svo gaman að vera að læra. Ég er að hugsa um að skrá mig í endurmenntun H.Í. Núna langar mig að læra hagfræði.

Á sunnudegi

Hingað til hefur allt bara gengið sinn vanagang í dag. Ég vona að eitthvað breytist eftir kvöldmat. Ég vona að eitthvað rosalegt gerist. Eitthvað sem verður tilefni til setningarinnar; hvað heldurðu að hafi gerst eftir kvöldmat á sunnudaginn...


Lífið

Ég veit ekki alveg hvað er verið að meina þegar sagt er: Lífið er lotterí! Ég þori samt ekki að spyrja.

Rím

Ég hef sagt það áður og segi það enn, það er ekkert grín að vera svín. Ég er samt ekki hér með að segja að ég sé svín. Nei síður en svo. Ég er bara að segja að ef ég væri svín þá væri það ekkret grín.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband