13. inn

Ég var ótrúlega lengi að skreyta þetta tré sem stendur á miðju stofugólfinu. Hvað sem hver segir þá fer tréið ekki niður í dag.

Ef ég væri ekki feit og löt

Mig langar rosalega mikið út að hlaupa núna. Veðrir er þannig. En ég held að ég sé of feit til þess. Svo nenni ég því ekki heldur.

Fjör á framabraut

Mér leiðist að horfa uppá fólk skeita skapi sínu á hvort annað. Allir svo réttlátir í sinni reiði. Mótmælendur, hagfræðingur Seðlabankans, lögreglan, og meira að segja starfsfólk stöðvar 2 og Hótel Borgar. Þetta minnti mig á götubardaga uppí Breiðholti sem ég varð vitni af þegar ég var sirka 10 ára. Það var Fellahverfið á móti Seljahverfinu. Ég veit ekki um hvað sá bardagi snérist. Ég man þó að þeir krakkar sem bjuggu hinum megin við Breiðholtsbrautina (andstæðingarnir) voru vondir og þeir sem bjuggu mín megin við Breiðholtsbrautina voru góðir, eða kannski ekki endilega góðir en vissulega höfðu þeir krakkar rétt fyrir sér. Ég var samt ekki á staðnum á gamlársdag. Þetta má hafa verið einhvernvegin öðruvísi en þetta virkar á myndskeiðunum sem sýnd hafa verið í fjölmiðlum.

 

Mér finnst það frekar merkilegt að ef gengir yrði til kosninga í dag þá myndu ríkisstjórnarflokkarnir halda meirihluta sínum, eða 53% atkvæða. Það var því ekki alrangt hjá Ingibjörgu þegar hún hefur sagt: þetta er ekki þjóðin. Þetta var þá líklega ekki þessi 53% þjóðarinnar.


Börnin full af kvíða

er titill fréttar á baksíðu Morgunblaðsins í dag. Þar er s.s. fjallað um aukin kvíða ungra barna á Íslandi vegna kreppuna, eða hin svokallaða kreppukvíða.

Um leið og ég las þessa frétt var mér hugsað til fréttar sem ég las á bandarískum fréttamiðli á netinu fyrir nokkrum árum. Sú frétt fjallaði um mjög svo þokkafullan dans Janetar Jackson og Justins Timberlacks sem leiddi til þess að hálft brjóstið á Janet varð öllum sýnilegt og þær alvarlegu afleiðingar sem þessi sýn hafði á sálarlíf ungra barna í Bandaríkjunum. 


Dæmigert

Já einmitt þegar ég skrifa eitthvað kjánalegt eins og sprell og eitthvað þá birtist bloggfærslan eins og skot. En þegar ég virkilega vanda mig við að leggja eitthvað til málanna og segi ykkur hinum álit mitt á alvöru lífsins, t.d. hvað mér finnst um auðmenn og ríkisvaldið þá fer allt í klessu og moggabloggið frýs.

Ef sumir hefðu ekki neitað að skrifa undir fjölmiðlafrumvarpið væri allt betra. Og ég meina það.


Sprell og dans

Jæja, hvar verður stuðið á gamlárskvöld? Hvaða staður er heitastur í dag? Skiptir ekki máli hvar það er ég verð pottþétt þar og í stuuuuuði.

Öryggistilfinning

Málið verður sett í nefnd og gerð verður skýrsla!

Gott mál segi ég nú bara. 

 


Leiðindi

Ég hef lofað sjálfri mér að hætta að lesa fréttamiðla á netinu og blogg. Það er allir eitthvað svo fáránlega miklir sérsfræðingar allt í einu. Það vita allir uppá hár hverjum þetta rugl er að kenna og hvað við þurfum að gera núna svo allt fari vel.  Mér er skítsama hvað einhverjum mis hressum bloggara finnst um Seðlabankann og líka um hvort Egill Helga sé hetja eða tilfinningasamur rugludallur. Ég bara fatta það ekki fyrr en ég er búin að lesa einhverja færslu hvað þetta er fo... leiðinglegt.  Núna mun ég ekki opna þessar síður næsta mánuðinn, nema Dr. Gunna ég ætla halda áfram að lesa hann, og Baggalút líka, já og líka Siggasiggabangbang. En ekkert annað.  Ég myndi pottþétt ekki lesa þetta blogg mitt ef ég væri ekki ég.

Handrukkun

Hefur einhver séð þá Björgólfsfeðga nýlega? Ég þyrfti helst að finna þessa gaura. Þeir nefnilega skulda mér smá pening.


Dr.

Ég hef ekkert að segja. Lestu Dr. Gunna http://eyjan.is/goto/drgunni/ hann segir það sem ég vildi hafa sagt.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband