Færsluflokkur: Bloggar

Þýski kötturinn Lupin

Ég vil fleiri fréttir af kettinum. Hvað varð um hann eftir veðurfréttir? Hver á þennan kött og hvernig komst hann inní myndver þýska sjónvarpsins. Það segir að 450 þús. manns hafi núþegar horft á myndskeiðið á YouTube þar sem hann bregður á leik. Þetta kemur mér ekki á óvart, ég hef horft á það 39 sinnum núþegar. 


Á sunnudegi

Hingað til hefur allt bara gengið sinn vanagang í dag. Ég vona að eitthvað breytist eftir kvöldmat. Ég vona að eitthvað rosalegt gerist. Eitthvað sem verður tilefni til setningarinnar; hvað heldurðu að hafi gerst eftir kvöldmat á sunnudaginn...


Ef ég væri ekki feit og löt

Mig langar rosalega mikið út að hlaupa núna. Veðrir er þannig. En ég held að ég sé of feit til þess. Svo nenni ég því ekki heldur.

Börnin full af kvíða

er titill fréttar á baksíðu Morgunblaðsins í dag. Þar er s.s. fjallað um aukin kvíða ungra barna á Íslandi vegna kreppuna, eða hin svokallaða kreppukvíða.

Um leið og ég las þessa frétt var mér hugsað til fréttar sem ég las á bandarískum fréttamiðli á netinu fyrir nokkrum árum. Sú frétt fjallaði um mjög svo þokkafullan dans Janetar Jackson og Justins Timberlacks sem leiddi til þess að hálft brjóstið á Janet varð öllum sýnilegt og þær alvarlegu afleiðingar sem þessi sýn hafði á sálarlíf ungra barna í Bandaríkjunum. 


Öryggistilfinning

Málið verður sett í nefnd og gerð verður skýrsla!

Gott mál segi ég nú bara. 

 


Leiðindi

Ég hef lofað sjálfri mér að hætta að lesa fréttamiðla á netinu og blogg. Það er allir eitthvað svo fáránlega miklir sérsfræðingar allt í einu. Það vita allir uppá hár hverjum þetta rugl er að kenna og hvað við þurfum að gera núna svo allt fari vel.  Mér er skítsama hvað einhverjum mis hressum bloggara finnst um Seðlabankann og líka um hvort Egill Helga sé hetja eða tilfinningasamur rugludallur. Ég bara fatta það ekki fyrr en ég er búin að lesa einhverja færslu hvað þetta er fo... leiðinglegt.  Núna mun ég ekki opna þessar síður næsta mánuðinn, nema Dr. Gunna ég ætla halda áfram að lesa hann, og Baggalút líka, já og líka Siggasiggabangbang. En ekkert annað.  Ég myndi pottþétt ekki lesa þetta blogg mitt ef ég væri ekki ég.

Núna mun fólk taka mig alvarlega

kona


Kæru Íslendingar

til hamingju með daginn.

Vinnan

Ég er búin að vinna hérna frá því 1. desember og ég er enn ekki búin að fá merktan kaffibolla. Það eiga allir starfsmenn sem vinna hér merkta kaffibolla uppí skáp, ein kona á tvo.

Þegar ég gekk inná kaffistofu áðan til að fá mér kaffi í bolla merktur Haukur var mér litið á ritarann sem sér um að panta kaffibolla. Hún var bara í símanum og þóttist ekki sjá mig. Væri það ekki fyndið ef ég myndi svo þurfa að hætta hérna eftir kannski mörg mörg ár og hún ekki enn búin að panta kaffibolla fyrir mig. Þá ætla ég bara að segja: jæja þú getur þá bara afpantað kaffibollan með mínu nafni, ég er hvort sem er að hætta, já og segðu þeim að þessi þjónusta þeirra sé nú ekki til fyrirmyndar. Svo myndi ég hlæja rosa hátt.


Þýðingarþjónustan

Rokk útvarpsmál: þetta var óskalag fyrir einn hressilegan vörubílstjóra.

Íslenska: mér finnst þetta frekar glatað lag og myndi ekki spila það ef ég fengi einhverju um það ráðið. Það er bara á playlistanum mínum.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband