Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Eitthvað svo old...

MissWorldÞrátt fyrir að það sé skemmtilegra að vera ég núna á fertugsaldri heldur en það var að vera ég á tvítugs- eða þrítugsaldri þá þykir mér vænt um að láta hugann reika og rifja upp eitís og níntís tímabilið. Stundum sé ég eitthvað gamaldags sem minnir mig á eitthvað skemmtilegt. Flippað listafólk hefur reyndar alveg eyðilagt það að gamaldags föt séu gamaldags. Núna eru það helst fólk að reykja úti á götu eða auglýsingar frá Ungfrú Ísland sem ýta undir svona flashback.

By the way, á Íslandi er maður komin á fertugsaldurinn daginn sem maður verður 30 ára. Í Bandaríkjunum er maður á þrítugsaldri (in your thirties) alveg þangað til að maður verður 40 ára. Það er samt ekkert þess vegna sem   ég íhuga brottflutning.

P.s. allir þessir menn geta auðvitað líka verið konur.
 


P

Á ég að trúa því að Sjálfstæðisflokkur ætli að halda áfram í stjórnarsamstarfi við Framsókn? Geir var að enda við að segjast ætla að byrja á að tala við Jón, og að ef til vill þyrfti hann ekki að tala við fleiri. 

Ja hérna hér.

Kannski ætti þetta ekki að koma mér neitt á óvart. En ég var að vona að Sjálfstæðismenn gætu komið mér skemmtilega á óvart með því að reyna að vinna með hinum sigurvegurum kosninganna, Vinstri Grænum. 

 


Gleðilegt sumar

feminismÍ gær fór ég í hreint alveg yndislegt boð. Ég fór í svokallað Femmaboð. Ég er í hópi kvenna sem hittist af og til. Þetta er hópur sem hefur verið að myndast á síðustu árum. Við byrjuðum nokkrar að hittast fyrst í þeim tilgangi að auka aðferðarfræðiþekkingu okkar. Við vorum s.s. allar að læra aðferðarfræði sem okkur þótti afar skemmtilegt og hittumst því á föstudagskvöldum og fórum í spurningasúpu. Spurningasúpa er einstaklega hressandi leikur þar sem hver leikmaður setur nokkrar heimatilbúnar spurningar í skál og svo er það sem eftir er kvöldi eytt í að spyrja og svara. Við héldum áfram að skemmta hvor annarri á sama hátt með stjórnmálafræði, afbrotafræði og fleiri fræðum. Fyrir utan að eiga það allar sameiginlegt að hafa verið áhugasamir námsmenn erum við líka allar femínistar. Nokkrar úr hópnum lærðu kynjafræði, en þó ekki allar. Hópurinn hefur s.s. verið að stækka, og eru núna alls konar femmakonur í hópnum (úr öllum stéttum þjóðfélagsins>djók! (sko, ekki djók að við séum úr öllum stéttum heldur djók að taka fram að það séu ólíkar stéttir (svona GM grín) (sko, það er líka djók að útskýra djókið(ef ég er búin að brjóta einhverja sviga reglu þá er það líka djók)))). 

 

Allavega, þá er alltaf hreinn unaður að hitta þessar konur því allt eru þetta klárar, fyndnar og fróðar konur, og það sem meira er þá er gaman að vera í hópi af konum sem furða sig jafn mikið á brasilísku vaxi og ég sjálf. 

 

Í gær komst ég að frekar áhugaverðri staðreynd. Sko, þrátt fyrir að hafa svipaðar pólitískar skoðanir þá sérstaklega hvað varðar jafnrétti þá kjósum við samt ekki sömu stjórnmálaflokkana. Hingað til hef ég kosið flokk sem þykir mikill óvinaflokkur í þessari grúppu. Mér hefur stundum liðið eins og konunni sem seldi barnið sitt. Ég er reyndar ekki flokksbundin, og hef verið að horfa í aðra átt undanfarið. En ég s.s. komst að því í gær að kona sem ég hef mikið litið upp til er hvorki rauð né rauðgræn heldur blá. Merkilegt.

 

Fjölmiðlar um fjölmiðla frá fjölmiðlum til fjölmiðla

Mig langar að hvetja alla sem hafa áhuga á fjölmiðlum að lesa viðtal við prófessor Þorbjörn Broddason í Blaðinu í gær. Ég er fullviss um að margir gætu haft gagn og gaman af því.

100 dagar í reykbann.

Í dag eru 100 dagar í reykingarbannið. Í gamla daga þegar ég sjálf reykti fannst mér það aðeins of langt gengið að banna reykingar alls staðar. Mér þótti eðlilegt að fólk hefði val um reyklausa eða loftlausa staði, bæði gestir og starfsfólk. En þar sem ég á það sameiginlegt með svo mörgum öðrum að hugsa aðeins um eigin hagsmuni hefur mér algjörlega snúist hugur. Nú tel ég niður dagana af mikilli kátínu. Reykleysið hefur haft það í för með sér að ég hef þyngst um nokkur kíló. Það myndi koma sér afar vel fyrir mig ef settar væru einhverjar hömlur á neyslu sætinda. Ég veit að ég þarf ekki að kaupa mér sykursætan eftirrétt á veitingashúsum borgarinnar, en þegar þeir eru á boðstolnum og ég sé aðra gæða sér á slíku get ég bara ekki setið á mér og panta því þrjá.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband