Færsluflokkur: Tónlist

Uppáhalds lagið mitt í dag

Enginn veit fyrr en reynir á
Hvort vini áttu þá.
Fyrirheit gleymast þá furðu fljótt
þegar fellur á niðdimm nótt

Já sagt er að, þegar af könnunni ölið er
Fljótt þá vinurinn fer
Því segi ég það, ef þú átt vin í raun
Fyrir þína hönd - Guði sé laun.

Því stundum verður mönnum á
Styrka hönd þeir þurfa þá
þegar lífið, allt í einu - sýnist einskisvert
Gott er að geta talað við - einhvern sem að skilur þig
Traustur vinur - getur gert - kraftaverk

Mér varð á, og þungan dóm ég hlaut
Ég villtist af réttri braut
Því segi ég það, ef þú átt vin í raun.
Fyrir þína hönd - Guði sé laun

Því stundum verður mönnum á
Styrka hönd þeir þurfa þá
Þegar lífið, allt í einu - sýnist einskisvert
Gott er að geta talað við - einhvern sem að skilur þig
Traustur vinur - getur gert - kraftaverk

Sóló

Mér varð á, og þungan dóm ég hlaut
Ég villtist af réttri braut
Því segi ég það, ef þú átt vin í raun.
Fyrir þína hönd - Guði sé laun

Því stundum verður mönnum á
Styrka hönd þeir þurfa þá
Þegar lífið, allt í einu - sýnist einskisvert
Gott er að geta talað við - einhvern sem að skilur þig
Traustur vinur - getur gert - kraftaverk

Á æfingu íslenska Eurovision flokksins

Sviðsstjóri/danshöfundur: Svo munið strákar að vera bara nógu ógeðslega ýktir á sviðinu. Ýkið allar hreyfingar.

Trommarinn: Á ég að sveifla kjuðanum svona hátt upp í loft?

 
Sviðsstjóri/danshöfundur: Nei ennþá lengra. Og þið strákar líka, sleppið ykkur alveg.

 
Gítarleikarinn: Mér líður eins og fífl.

 
Sviðsstjóri/danshöfundur: Nei veistu, þér finnst það bara. Þér finnst þú ganga aðeins of langt en þetta lítur rosa vel út.

 
Bassaleikarinn: Er töff þegar ég sparka svona út í loftið?

 
Sviðsstjóri/danshöfundur: Já þetta er sjúkt. Þið verðið líka að syngja með og vera ógeðslega hressir.

 
Hin gítarleikarinn: Svona? Ertu viss um að þetta sé töff?

 
Sviðsstjóri/danshöfundur: Já þetta er málið.


Martröð

Ég vaknaði sveitt í morgun eftir eina verstu martröð sem ég hef fengið. Mig dreymdi að ég væri á balli með Eurobandinu. Þau Friðrik Ómar og Regína Ósk sungu og dönsuðu. Massaðir dyraverðir stóðu við útganginn og bönnuðu fólki að fara. 

Kántrí

DollyParton_350

Ég hef lengi haft mikið dálæti á kántrí tónlist, þá sérstaklega kántrí tónlist sem er samin og flutt af konum. Ég á góðar minningar af mér sem lítilli stelpu að syngja með Tammy Wynett. Á vissum tímabilum í mínu lífi, sérstaklega á unglingsárunum, hef ég ekki haft hátt um ást mína á kántrí sökum ótta við að vera álitin púkó. Já það er nú fátt verra en að vera álitin púkó. Á síðustu árum hef ég verið meira og meira að sættast við kántrístelpuna í mér. Ég var rétt áðan að hlusta á hana Lorettu Lynn og fékk smávægilegan kökk í hálsinn. Ég fór þó ekki að gráta. Grátur er veikleikamerki og ég mun aldrei gerast sek um slíkan ósið. Ég furða mig stundum á því hvers vegna ég tengist kántrí kerlingunum mínum svona sterkum böndum. Ég hef aldrei verið gift drykkjusjúkling sem ég hef þurft að taka ákvörðun um að standa með, pabbi minn hefur hvorki unnið í kolanámu né verið prestur, ég hef aldrei búið í smábæ þar sem allir eru að tala um vandræðin á heimilinu mínu, ég hef aldrei unnið í verksmiðju (hvorki frá 9-5 né frá 8-4) ég hef aldrei átt kærasta sem hefur haldið framhjá mér með bestu vinkonu minni og hef lítið sem engin kynni almennt af svona forboðnum ástum. Ég á ekki einu sinni kúreka hatt. Annars er þetta textinn sem olli sorginni, þessi orð finnst mér alltaf frekar dapurleg:

I brought along our little babies
'Cause I wanted them to see
The woman thats burning down
Our family tree.

No, I didn't come to fight
If he was a better man I might
But I wouldn't dirty my hands
On trash like you, no.

Bring out the babies, daddy
That's who they've come to see
Not the woman thats burning down
Our family tree


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband