Færsluflokkur: Vefurinn
Það er mér gjörsamlega ómögulegt að skilja hvers vegna ip tölvur sem hafa heimsótt þessa síðu í dag eru núþegar yfir 100. Minn daglegi lesendahópur er yfirleitt um 20 ip tölvur, sem er ca 3 vinir mínir, mamma og vinkonur hennar.
Ég hef ekki tekið upp formúlu hinna vinsælu moggabloggara. Ég hef komist að því að lauslega má skipta þessari formúlu í fernt.
1. Þú setur tengil á hverja einustu frétt sem birtist á mbl.is og skrifar svo t.d. en agalegt!
2. Þú brýtur trúnað við allar vinkonur þínar og segir frá neyðarlegri reynslu þeirra á kynlífssviðinu (eða skáldar bara eitthvað kynlífs rugl).
3. Þú ert fræg/ur.
4. Þú ert yfirlýstur femínisti (ég er auðvitað femínisti en hef lítið fjallað um jafnréttismál á þessum veflók hingað til).
Hvað sem það er þá vakna núna hjá mér nokkrar spurningar.
1. Verður maður að taka þátt í svona klukk leik, og ef svo er, hvað á maður aftur að gera ef maður er klukkaður?
2. Þarf Morgunblaðið leyfi til að birta brot af blogginu mínu í blaðinu sínu, og ef svo er, fær maður þá einhvern pening?
3. Er við hæfi að finna betri mynd af mér, kannski mynd þar sem ég hef sett stút á varirnar?
4. Eru haldin einhver moggablogg partý þar sem boðið er uppá ókeypis veitingar?
5. Er hægt að reka fólk af netinu fyrir að gera stafsetningavillur?
Þetta er svona það helsta.
Takk.
Vefurinn | 30.7.2007 | 14:27 (breytt kl. 14:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þessi bloggheimur er skemmtilegt fyrirbæri. Þetta er auðvitað mjög ungt ennþá. Fyrir rúmlega áratug síðan voru það nánast bara fréttamenn sem blogguðu. Orðið blog í þeirri merkingu sem það er notað í dag er rétt um 10 ára gamalt. Það hefur orðið mjög mikil breyting á allra síðustu árum í þá áttina að stór hluti almennings er að blogga, þá sérstaklega Íslendingar. Þannig að það ætti ekki að koma á óvart að við erum enn að læra á þennan nýja samskiptamáta, það er kannski þess vegna sem mörg okkar erum frekar barnaleg í þessu bloggi okkar. Sjálf hef ég bloggað í nokkur ár, en reyndar ekki hér. Mér hefur þótt þetta aldeilis fín leið til þess að hafa samskipti við fólk sem ég hef ekki tök á að hitta daglega, eins hef ég gaman að því að skrifa. Stundum er ég bara að bulla en stundum er mér full alvara með því sem ég skrifa. Eftir að ég flutti mig hingað hef ég orðið meira meðvituð um að þessi litla dagbók mín er opinber. Þess vegna er ég með smá kjánahroll núna. Ég gæti valið að blogga ekki undir nafni en vel að gera það ekki. Mér finnst það bera vott um hugleysi að blogga eða skrifa nafnlausar athugasemdir.
Það hefur komið mér pínulítið á óvart síðustu daga hvað margir eru dónalegir í þessu bloggi sínu. Fólk getur haft skoðanir og viðhorf sem eru ólíkar okkar eigin. Mér finnst hins vegar frekar furðulegt þegar fólk nafngreinir aðrar manneskjur á sínum bloggsíðum og kallar það allskonar skrítnum nöfnum og kemur með dónalegar athugasemdir á öðrum síðum. Kannski að þessir bloggdónar uppnefni fólk líka á förnum vegi. Væntanlega eigum við bara eftir að læra almenna mannasiði á netinu.
Vefurinn | 10.3.2007 | 02:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar