Færsluflokkur: Vísindi og fræði
"Háskóli Íslands dúxaði í úttekt"
Ekki aðeins bestur heldur líka ódýrastur.
Vísindi og fræði | 13.6.2007 | 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ef hugmyndafræði the Sectret virkar verð ég eins brosmild og hamingjusöm og fólkið á myndinni hér. En þó ekki fyrr en 2008.
Ég er heima að æfa mig fyrir Tofel. Ef prófið er svipað og þetta æfingapróf mun ég líklega ekki svitna mikið á næsta laugardag. En svo er það GRE sem mér skilst að sé aðeins meira mál. Tek kannski frá tíma í ágúst til þess að spá í því.
Nú ætti það að vera nokkuð skýrt að það vefst ekkert fyrir mér að setja inn svona tengil á síðuna.
Vísindi og fræði | 2.6.2007 | 13:13 (breytt kl. 13:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vísindi og fræði | 23.5.2007 | 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á mínu heimili eru allir hressir á föstudagskvöldi. Hér sit ég reyni að leggja lokahönd á ritgerð um refsingar. Ásamt mínum fjölda mörgu störfum sat ég eitt námskeið á önninni sem heitir Sakfræði, og er hluti af MA námskeiðum í félagsfræði og afbrotafræði við H.Í. Þetta námskeið fjallar um refsingar og löggæslu og er virkilega skemmtilegt námskeið sem ég mæli mjög svo með fyrir alla sem hafa áhuga á lagalegu hliðinni á afbrotafræði. Allavega, ég er að fara yfir markmið og tilgang refsinga og skoða ýmsa þætti tengda því. Þetta er áhugavert efni og því ætti ég að hafa gaman að því að skrifa um þetta. En nú er ég komin með nóg, nóg af sjálfri mér. Ég lagði af stað í þetta ritverk mitt með mjög svo mikilvægan punkt sem ég vildi koma á framfæri. En svo les ég greinar og bækur og eftir hverja einustu grein sem ég les er ég komin með nýjan mikilvægan punkt. Ég virðist nánast alltaf vera sammála síðasta ræðumanni. Eina stundina er ég gjörsamlega sammála því að refsingar séu í sjálfu sér vondar og algjörlega óþarfar, og að það eitt að loka hverju einasta fangelsi myndi gera heiminn að góðum stað. Næstu mínútuna er ég hins vegar að færa rök fyrir því að dæma menn í ævilangt fangelsi fyrir einhver smábrot. Nei ok, ég ýki aðeins, ég er ekki fáviti. En ég er samt mjög svo áhrifagjörn sem hefur slæmar afleiðingar á afkastagetu mína þetta kvöldið.
Ég er samt góð. Ég tók próf á netinu þar sem athugaðar eru pólitísk viðhorf. Ég hefði getað lent á sama stað og Hitler en lenti á sama stað og Gandhi og Nelson Mandela. Ég hef því fengið staðfestingu á því sem mig hefur alltaf grunað, ég er góð. Prófið er hér http://www.politicalcompass.org/questionnaire
P.s ég kann ekki að setja svona tengil beint inn. Ég kann samt að baka kryddbrauð.
Vísindi og fræði | 18.5.2007 | 22:58 (breytt kl. 23:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ég er að horfa á myndina The Secret. Vegna hálsmeiðslanna minna þarf ég að taka mér smá pásu frá vinnu. The Secret er krúttleg mynd sem kemur mér í gott skap. Þetta er heimildamynd um Quantum Phisics (sem ég man ekki akkúrat núna hvað heitir á íslensku). Þessi fræði fjalla í mjög stuttu máli um mátt hugans. Núna er ég að beita hugarorkunni til þess að fá einhvern til að bjóða mér og dóttur minni í mat í kvöld. Ég get ómögulega eldað með þennan háls. Ég bíð spennt að vita hvort þetta virki, eins og er fræðin lofa.
Vísindi og fræði | 30.4.2007 | 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Í gær var ég spurð af því í hvaða stjörnumerki ég er. Ég er ljón.
Heiðarleiki
Einhverjir sterkustu og bestu eiginleikar Ljónsins eru heiðarleiki þess, göfuglyndi og einlægni. Hið dæmigerða Ljón vill segja satt hvað sem það kostar. Það vill vera trútt markmiðum sínum og hugsjónum. Það er því sjaldgæft að Ljónið selji sannfæringu sína. Vegna hins opna eðlis síns kann það ekki að ljúga eða fara á bak við aðra.
Suðræn skapgerð
Nokkur atriði geta komið í veg fyrir að Ljónið verði dæmigert opið, hresst og stórtækt Ljón. Ef það nýtur ekki virðingar og jákvæðrar hvatningar og því er auðsýnt afskiptaleysi, er hætt við að það hrökkvi inn í sig og verði daufgert. Ef vinna þess er ekki skapandi getur farið á sama veg og geislar sólarinnar dofnað. Þriðja atriðið er að Ljónið er merki sólarinnar. Það nýtur sín því best í hita og sól, en síður í köldu loftslagi norðlægra slóða. Það má segja að skapgerð Ljónsins eigi vel við lönd eins og Ítalíu. Varkárar og kaldar þjóðir norðursins eiga aftur á móti erfiðara með að skilja eðli þess.
Þetta er akkúrat það sem ég hef alltaf verið að reyna að fá fólk til að skilja.
Vísindi og fræði | 19.4.2007 | 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mig langar til að biðja hina fjöldamörgu föstu lesendur síðunnar minnar afsökunar á afkastagetu minni undanfarið. Mér þykir þetta leitt, en ég hef verið föst í mjög mikilvægum verkefnum. Þessi verkefni hafa krafist allrar minnar orku. Því miður get ég ekki fjallað um þessi verkefni hér og nú. En eitt get ég þó sagt, úrlausnir verkefnisins munu breyta heiminum. Þið sem hafið hingað til baðað út höndum og sagt; hvert stefnir þessi heimur okkar getið nú slakað á.
Ég setti þó inn nýtt lag á fóninn. Þetta lag er mjög viðeigandi á degi sem þessum, það minnir mig alltaf á hversu mikilvægt það er að vera samkvæmur sjálfum sér.
Vísindi og fræði | 18.4.2007 | 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
"Tvær manneskjur verða ástfangnar þegar þær telja að þær hafi fundið það besta sem markaðurinn býður miðað við það sem gangverð þeirra sjálfra leyfir. Duldir vaxtarmöguleikar skipta oft miklu í þessum viðskiptum, rétt eins og þegar um fasteignakaup er að ræða. Í menningu sem setur lögmál markaðarins á oddinn og metur hæst veraldlega velgengni er naumast að undra þótt ástin fylgi sömu vöruskiptalögmálum og þeim sem ráða á vöru- og vinnumarkaði."
Finnst þetta bara eitthvað svo fallegt. Annars eru þetta orð Erich Fromm sem var rómantískur nýmarxisti. Eins og allir sem mig þekkja vita þá er ég alveg einstaklega rómantísk og hef því eydd hluta úr þessari helgi í að lesa Listin að elska og reiknað út mitt eigið gangverð.
Vísindi og fræði | 12.3.2007 | 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar