Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Fjör á framabraut

Mér leiðist að horfa uppá fólk skeita skapi sínu á hvort annað. Allir svo réttlátir í sinni reiði. Mótmælendur, hagfræðingur Seðlabankans, lögreglan, og meira að segja starfsfólk stöðvar 2 og Hótel Borgar. Þetta minnti mig á götubardaga uppí Breiðholti sem ég varð vitni af þegar ég var sirka 10 ára. Það var Fellahverfið á móti Seljahverfinu. Ég veit ekki um hvað sá bardagi snérist. Ég man þó að þeir krakkar sem bjuggu hinum megin við Breiðholtsbrautina (andstæðingarnir) voru vondir og þeir sem bjuggu mín megin við Breiðholtsbrautina voru góðir, eða kannski ekki endilega góðir en vissulega höfðu þeir krakkar rétt fyrir sér. Ég var samt ekki á staðnum á gamlársdag. Þetta má hafa verið einhvernvegin öðruvísi en þetta virkar á myndskeiðunum sem sýnd hafa verið í fjölmiðlum.

 

Mér finnst það frekar merkilegt að ef gengir yrði til kosninga í dag þá myndu ríkisstjórnarflokkarnir halda meirihluta sínum, eða 53% atkvæða. Það var því ekki alrangt hjá Ingibjörgu þegar hún hefur sagt: þetta er ekki þjóðin. Þetta var þá líklega ekki þessi 53% þjóðarinnar.


Sprell og dans

Jæja, hvar verður stuðið á gamlárskvöld? Hvaða staður er heitastur í dag? Skiptir ekki máli hvar það er ég verð pottþétt þar og í stuuuuuði.

Handrukkun

Hefur einhver séð þá Björgólfsfeðga nýlega? Ég þyrfti helst að finna þessa gaura. Þeir nefnilega skulda mér smá pening.


Grínkall

Jú það má með sanni segja að ástandið sé alvarlegt. Þessa dagana má þó skemmta sér yfir ummælum Guðna Ágústsonar um aðgerðir og aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar. Hann virðist gjörsamlega vera búinn að gleyma því að hann var sjálfur í ríkisstjórn fyrir sirka korteri.


Ísland er landið

Ég skil ekki hvað fólk er alltaf að væla alla daga. Gengisfelling og verðbólga. Iss piss, segi ég nú bara. Ef Geir Harde segir að allt sé í fínasta lagi þá er það þannig. Og ef hann segir að ókostir við upptöku evrunnar séu fleiri en kostirnir þá er það bara þannig. Skilur fólk ekki að hann er forsætisráðherra? Hann hugsar aðeins um hagsmuni okkar "fólksins í landinu" öllum stundum.

Ástandið hér er að minnsta kosti bara nokkuð fínt miðað við í Zimbabwe. Spáið bara í ef við hefðum gaur eins og Robert Mugabe sem seðlabankastjóra, það væri í frekar glatað. 


Hégómi

Um helgina fer ég í útskriftaveislu til vinkonu minnar. Hún var að klára læknisfræði.

Mér finnst hún töff. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband