Færsluflokkur: Ljóð

Dr.

Ég hef ekkert að segja. Lestu Dr. Gunna http://eyjan.is/goto/drgunni/ hann segir það sem ég vildi hafa sagt.

Úr fríi

Er komin aftur í vinnu úr tveggja vikna fríi. Fríi sem ég eyddi heima við tölvuna að skrifa. Það er fínt að vera komin aftur, eða back in buisness eins og maður segir. Ég finn að allir hafa saknað mín mikið. Sem er gott. Ég ætla samt aftur í frí í ágúst, þá fer ég að hluta til í alvöru frí.

Mér finnst mjög einkennilegt að það sé ekki til færsluflokkur hér á moggabloggi sem heitir sumarfrí . Núna veit ég ekkert í hvaða flokk ég á að setja þessa færslu. Einhver gæti sagt að ég ætti að setja hana í ferðalög sem er samt ekki rökrétt af því að ég fór ekki í ferðalag í fríinu mínu. Til að mótmæla þessum færsluflokks skorti set ég þessa færslu í ljóð. Auðvitað meikar það ekkert sense, það er ekkert ljóð í þessari færslu og ég er ekki heldur að fjalla um ljóð. En þetta kannski kennir þeim að hugsa aðeins út fyrir kassan (out of the box) og bæta inn fleiri færsluflokkum.


Lexía dagsins

í dag var ég spurð hvort ég vissi hvort Jón væri farinn. Ég svaraði að hann hlyti að vera hér enn þar sem jakkinn hans væri inná skrifstofu. Þá var mér tilkynnt að það væri ekkert að marka jakka inná skrifstofu, að allir ríkisstarfmenn kæmi með aukajakka í vinnuna. Á meðan jakkinn er inná skrifstofu eru ríkisstarfsmenn tæknilega á staðnum. Í raun eru þeir þó flestir í hinni vinnunni sinni, eða bara að lyfta lóðum.  

Ég myndi aldrei lyfta lóðum á vinnutíma.


Grínbúð

Stóra skiltið:

Open 24 hours!

Litla skiltið fyrir neðan stóra skiltið:

Mon-sat 8am-9pm. Sun 10am-5pm.

Ég í mínu mesta sakleysi hafði flaskað á að lesa litla skiltið fyrir neðan stóra skiltið og kom því að lokuðum dyrum kjörbúðarinnar rétt áðan. Hvað á ég nú að borða í morgunmat? Getur einhver í þessum óréttláta heimi svarað því? 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband