Færsluflokkur: Dægurmál

Að lifa lífinu lifandi.

Mitt líf er mjög svo viðburðarríkt og margt spennandi að gerast. Ég myndi skrifa um það en ég get það ekki. Ég hef skrifað undir þagnareið.

En það sem ég get sagt er að allt er bara eins og það á að vera, eða að minnsta kosti eins og ég held að það eigi að vera. Ég gæti samt haft rangt fyrir mér.  

 


Þriðjudagur

Ég vaknaði klukkan 9:00 í morgun. Ég fékk mér morgunmat og kaffi. Burstaði í mér tennurnar,  leit í spegil og sagði við sjálfa mig; Margrét, hvað sem hver segir þá ert þú engin fáviti!

 

Ef ég hefði ekki óbeit á broskörlum myndi ég að minnsta kosti láta 15 svoleiðis karla fylgja með þessari færslu.    


Draumur

Ég hef aldrei lesið mér neitt sérstaklega til um drauma, veit því ekki hvernig þeir virka. Stundum vakna ég morgun eftir morgun með hvert smá atriði úr draum næturinnar ljóslifandi í huga mér, en auðvitað vakna ég stundum og man ekki neitt. Suma drauma man ég ennþá mörgum árum seinna, öðrum hef ég gleymd samdægurs. Það kemur fyrir að mig dreymir eitthvað alveg glatað en yfirleitt dreymir mig samt eitthvað fallegt og skemmtileg, ég er nánast alltaf hamingjusöm í draumunum mínu. Það kemur þó fyrir að ég sé afbrýðisöm í draumi, sem ég er nánast aldrei vakandi. Það sem mér þykir erfiðast við drauma er að stundum tekur það mig smá tíma að átta mig á því hvað er draumur og hvað er raunveruleiki. Af hverju er ég að skrifa um þetta núna? Nú einfaldlega vegna þess að ég var að lenda í því að þurfa að stoppa og hugsa hvort minning sem var föst í höfðinu á mér væri raunveruleg eða hluti af draumi næturinnar. Þetta fékk á mig. Ég sá í dag mann sem ég þekki. Í nótt dreymdi mig að ég og þessi maður værum hjón. Þegar ég sá hann í dag voru það mín fyrstu viðbrögð að ganga til hans og heilsa honum eins og eiginkonur heilsa eiginmönnum sínum. Það var mín lukka að ég hafði 10 sek. til að hugsa, á þessum 10 sek. náði ég að stoppa allar hreyfingar og minna mig á að þetta væri ekki eignmaðurinn minn heldur bara vinur. Ég sagði þess vegna bara hæ, en mér leið mjög svo undarlega. Ég setti sorglegt lag á spilarann í bílnum og leyfði mér að syrgja hjónabandið í smá stund.

Ef fr. B væri ekki að vinna myndi ég hringja í hana og segja: gettu hvað mig dreymdi í nótt. Hún myndi þá líklega segja; ég veit ekki, hvað dreymdi þig? Þá myndi ég segja; nei gettu. Þá myndi hún segja; nei ég get það ekki, hvað dreymdi þig? Þá myndi ég loks segja henni það og við myndum hlæja. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband