Færsluflokkur: Íþróttir
Nú langar mig að biðja ykkur sem akið bíl að hafa eftirfarandi í huga:
- Mótorhjól í umferðinni eru yfirleitt nær ykkur en virkar í fyrstu.
- Það er þó nokkuð um að mótorhjól séu í umferðinni og gerið því ráð fyrir þeim með því til dæmis að líta aftur til beggja hliða á gatnamótum þegar þið sjáið lítinn ljósageisla.
- Mótorhjól eiga sama rétt og bílar í umferðinni.
- Þrátt fyrir að ökumenn bíla geti ef til vill sagt ég er í rétti og ætla því ekki að láta þennan bílstjóra svína fyrir mig getur ökumaður mótorhjóls ekki leyft sér slíkt því líklega myndi það verða það síðasta sem hann leyfði sér.
- Það er u.þ.b. fjórum sinnum hættulegra að aka um á mótorhjóli heldur en á bíl.
- Fæstir sem keyra mótorhjól eru brjálaðir unglingar með spennufíkn.
- Innan skamms verður að öðru leyti skynsöm, góð 34 ára móðir í umferðinni á mótorhjóli.
Ykkar einlæga,
Margrét
Íþróttir | 28.8.2007 | 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Íþróttir | 12.7.2007 | 18:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Íþróttir | 6.7.2007 | 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Undanfarin ár hef ég fengið endurskoðanda til þess að sjá um mín skatta uppgjör. Þegar ég borgaði endurskoðandanum reikninginn í fyrra hugsaði ég með mér að þetta væru ansi miklir peningar til þess að vera að borga einhverjum fyrir að gera vinnu sem ég gæti svo hæglega gert sjálf. Í ár sá ég um mín skil sjálf. Ég var mjög ánægð með mig þangað til ég fékk sent kvörtunarbréf frá skattinum, í raun hálfgert hótunarbréf. Ég fór því á fund skattstjórans. Ég hugsaði með mér að sá orðrómur að starfsfólk skattstjórans væri allt upp til hópa dónalegt væri einmitt bara orðrómur, gömul goðsögn. Ég var því létt á fæti þegar ég valhoppaði upp stigann og hugsaði með mér að þegar að ég væri búin að útskýra mál mitt fyrir skattmanninum myndum við hlæja saman að þessu öllu saman og hann segja mér að þetta væri allt í góðu. Hann myndi segja farð þú bara og fáðu þér cappuchino, ég skal sjá um þetta leiðindardót. Ég kom inná skrifstofu og sagði manninum, sem var kona, að ég væri í raun ekki með fyrirtæki, og að ég hefði bara ekki fattað að það ætti að gera þetta svona eða hinsegin. Ég er bara svona verktaki, tek að mér verkefni. Svo brosti ég. Konan brosti ekki. Þegar hún sagði mér að það færi ekkert á milli mála að ég væri með sjálfstæðan rekstur leið mér eins og ég væri sjö ára. Ég sagði því ó, fyrirgefðu, ég skal laga þetta. Svo fór ég. Ég hringdi í vinkonu mína sem er rétt eins og ég sjálf kaupsýslukona. Ég spurði hana ráða um svona kostnað, hagnað, reiknuð laun og annað slíkt. Hún sagði mér að fá mér endurskoðanda. Á næsta ári verður þetta ekkert mál.
Íþróttir | 1.6.2007 | 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þrátt fyrir að engin hafi boðið mér í mat þarna um daginn hef ég ekki gefist upp á skammtaeðlisfræðinni (Quantum Phisics). Ég ætla að gefa þessu meiri tíma, prófa þetta á fleiri sviðum í lífi mínu. Fræðingarnir segja að maður geti áorkað hverju sem er með huganum einum, maður verður auðvitað að trúa því að það sem mann langar í sé mögulegt. Veit ekki hvað klikkaði þarna með matinn um daginn. Ef ég hefði ekki trúað hefði ég tekið gulrótarbuff út úr frysti svona bara til öryggis, það gerði ég hins vegar ekki. Dóttur minni var boðið í mat en ég endaði með að borða salat og ristað brauð, ein. Mér var svo seinna um kvöldið boðið í desert, þannig að kannski virkaði þetta eftir allt. Ég þáði þó ekki þetta ísblóm hjá fr. B því eins og flestir vita er ég í megrun. Ég er einmitt að beita hugarorkunni sem stoðtæki í megruninni. Ég tek þó enga sénsa þar. Ég hitti þess vegna líka litla bróðir minn, sem er svona líkamsræktarþjálfari, þrisvar í viku og lyfti með honum lóðum. Eða ég lyfti lóðum og hann skrifar eitthvað niður á blað og segir; gott hjá þér. Ég styrki þess vegna fjölskylduböndin á sama tíma og ég styrki vöðvanna. Ég fer einmitt að hitta litla bróðir minn í fyrramálið til að lyfta meiri lóðum. Þessi litli bróðir minn er líka söngvari. Ég ætla að muna að spyrja hann í fyrramálið hvort hann hafi einhvern tímann sungið í sturtu. Ég held nefnilega að þetta sé bara rugl með að syngja í sturtu. Ég hef aldrei sungið í sturtu, og hef aldrei heyrt í neinum syngja í sturtu.
Íþróttir | 3.5.2007 | 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Í síðasta boði var stofnaður hlaupahópur, minnir að það hafi verið á svipuðum tíma og ég og Siggi rifumst um hvor okkar er feitari. Allavega þá held ég að á morgun væri góður dagur til að hlaupa. Er einhver með?
Ég gæti sent fólki sms en efast um að ég þurfi það. Þessi bloggsíða mín er eins og vinsæll samkomustaður. Einu sinni hittist fólk á kaffihúsi til að ræða málin í dag hittist fólk á moggablogginu mínu. Ég veit meira að segja til þess að fólk hafi fundið ástina hér. Gaur sem ég þekki hitti eina hressa í athugasemd 9 í mars, minnir mig.
Íþróttir | 21.4.2007 | 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar