Færsluflokkur: Matur og drykkur
Matur og drykkur | 18.9.2008 | 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Matur og drykkur | 24.7.2008 | 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sökum anna hef ég ekki haft tíma til að sinna starfi mínu sem grínstelpan undanfarið. En þar sem ég er með einsdæmum góðhjörtuð vil ég vísa mínum fjöldamörgu aðdáendum á þetta, svona í millitíðinni. Þetta er auðvitað atvinnugrín, ég er auðvitað bara grínstelpa í hlutastarfi.
Matur og drykkur | 11.10.2007 | 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Í gær fór ég í matarboð til mjög svo vingjarnlegrar og skemmtilegrar konu. Ef ég vanda mig rosalega mikið verður þessi kona ef til vill einn daginn tengdamóðir mín. Þetta var hið fínasta boð þar sem boðið var uppá góðan og hollan mat. Eftir matinn var boðið alveg hreint dýrindis heimabakaða eplaköku og ís og rjóma. Ég fékk mér tvisvar á diskinn og borðaði eins og enginn væri morgundagurinn. Síðustu nótt fékk ég svo eina verstu martröð sem ég hef fengið. Þessi draumur var bæði ógurlegur og hræðilegur. Ég man ekki allt en ég man að transfitusýrur léku þar stórt hlutverk.
Er ég eina manneskjan sem á erfitt með svefn vegna transfitu?
Fyrir utan þessa martröð er ég nokkuð kát.
Rétt áðan fór ég í rósóttann sumarkjól og valhoppaði í háu grasi hérna rétt fyrir utan heimili mitt.
Matur og drykkur | 16.8.2007 | 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Smekkur minn fyrir tónlist hefur breyst töluvert í gegnum tíðina, já líklega rétt eins og ég sjálf. Það sem hefur hins vegar ekki breyst frá því að ég var krakki er ást mín á tónlist Elvis Presley. Það má með sanni segja að ég sé Elvis Fan. Þegar ég hef upplifað þá tilfinningu að allt í þessum heimi sé gjörsamlega tilgangslaust, og best væri að ljúka þessu öllu saman af sem fyrst, hef ég leitað huggunar í undurfagra rödd Elvisar. Það er líklega ráð að taka það skýrt fram að þessi tilfinning kemur ekki oft upp og þegar hún gerir það varir hún stutt.
Ég var að lesa um væntanlega minningartónleika Elvis Presley í Salnum Kópavogi þar sem Friðrik Ómar og hljómsveit munu troða upp. Gestasöngvarar eru Margrét Eir, Heiða Ólafs og Regína Ósk. Ég hef sjaldan verið eins móðguð og þegar ég las þessa frétt. Ég á ekki von á að neinn Elvis aðdáandi með snefil af sjálfsvirðingu muni láta sjá sig á þessum tónleikum.
Sjálf mun ég heiðra minningu Elvisar með því að missa mig í ofát, eða ef til vill er réttara að segja, að sleppa mér í ofát, eða jafnvel, leyfa mér smá ofát.
Ok, þegar ég lít yfir þennan texta sé ég að þetta er ef til vill ekki mjög fallegt að segja svona á internetinu. Ég tek því allt tilbaka sem gæti sært einhvern sem þekkir einhvern sem er einhver sem kemur við sögu í þessum litla textabroti. Ég ætla samt ekkert að stroka þetta út. Ég ætlar heldur ekkert á þessa tónleika. Og ég ætla ennþá að fá mér mæjónes og beikon svona í tilefni af því að það er 30 ár síðan Elvis dó. Reyndar er gaur sem býr í litlu húsi á afskekktum stað í litlum bæ í Noregi sem margir telja að sé Elvis.
Matur og drykkur | 13.8.2007 | 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hver kannast ekki við aukakílóin? Grenningartvennan hjálpar þér að losna við þau.
Þetta fannst mér fyndið.
Matur og drykkur | 15.7.2007 | 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mikil umræða um transfitu undanfarið hefur haft slæmar afleiðingar í för með sér, eða að minnsta kosti á mína geðheilsu. Eftir töluverða íhugun tók ég þá ákvörðun að hætta að neyta transfitu. Ég var nokkuð viss um að við þessa breytingu yrði allt gott. Ég var uppfull af tilhlökkun, gat varla beðið eftir því að fara loksins að blómstra þegar ég yrði laus við eitrið. Mér til mikillar undrunar og gremju hefur þetta reynst mér um megn. Mér er gjörsamlega ómögulegt að sneiða hjá transfitu. Ég hreinlega elska allt sem inniheldur transfitu, og get ekki lifað án þess. Erfiðast er að segja skilið við örbylgjupoppið með Dexter á sunnudögum. Rétt áðan stalst ég í eina kexköku, mér leið eins og ég hefði sprautað mig með heróíni. Ég hef samt aldrei sprautað mig með heróíni og veit reyndar ekki hvernig sú tilfinning er en ég ímynda mér að hún sé svipuð og þeirri sem ég var að upplifa. Ég segi nú bara eins og dóttir mín; af hverju þarf allt sem er gott að vera vont og allt sem er vont að vera gott?
Matur og drykkur | 20.4.2007 | 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Matur og drykkur | 10.3.2007 | 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Matur og drykkur | 2.3.2007 | 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ætli ég fresti ekki þá þessari megrun minni eitthvað fram í næsta mánuð.
Annars er þessi bloggfærsla merki um að ég hef nákvæmlega ekkert merkilegt að skrifa um. Bara svona að reyna að vera með.
Annars hef ég verið pínu feimin síðan ég flutti hingað á moggabloggið. Ég er feimin bloggari, kannski meira að segja svolítið andfélagslegur bloggari. Það er þess vegna sem ég fór í bláa dressið mitt áður en ég styllti mér upp í myndatöku fyrir bloggsíðuna mína.
Matvöruverslanir í óða önn að undirbúa sig fyrir lækkun virðisaukaskatts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | 28.2.2007 | 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar