Færsluflokkur: Spil og leikir

Ábyrgð

Ég veit ekki betur en að rökin fyrir ofurháum launum bankafólks(kalla) hafi verið þessi svakalega ábyrgð sem fylgir starfinu. Ég ætla rétt að vona að þetta fólk(þessir kallar) þurfi núna að axla ábyrgðinni.

Núþegar eru samt t.d. leikskóla- og grunnskólakennarar (mest konur á lágum launum) að gjalda fyrir að hafa farið að ráðum sérfræðinganna með því að vera borga ofurháa vexti af myntkörfulánunum sínum.


Tilkynning

Ég hef ekki tíma í neitt rugl.

Ný neysluvara prófuð

Ég er að drekka Sítrónu Berg Topp. Þetta bragðast eins og dauf blanda af vodka í sprite, eða eins og mig minnir að það bragðist. Mér líður hálf undarlega. Ég gef þessum drykk samt 5 stjörnur fyrir að endurvekja gamlar minningar. Ég ætla samt ekki að kaupa þetta aftur, en ef mér verður boðið upp á svona í fínu boði mun ég ekki afþakka.

 


Eins og einhver sagði

The only way to get rich from a self-help book is to write one

Morgunblogg

FluggerRétt áður en ég vaknaði dreymdi mig að ég væri að vakna. Ég fór fram úr hellti uppá kaffi og kveikti á tölvunni. Ég opnaði þessa síðu og sá að það voru 11 komment við síðustu færslu. Ég hugsaði; 11 komment!! Þetta hlýtur að vera draumur. Og það var það því stuttu síðar vaknaði ég. Þegar ég vaknaði hellti ég uppá kaffi og sá að það var engin mjólk til og labbaði því útí búð. Þegar ég var komin útí búð sá ég annan Flugger bróðurinn. Ég hugsaði; bíddu bíddu, Flugger bróðirinn!!! Þetta hlýtur að vera draumur. En ég vaknaði ekki því ég var þegar vöknuð. Þegar ég áttaði mig á því að þetta væri ekki draumur byrjaði ég að svitna, eins og maður gerir þegar maður sér einhvern frægan. Ég sagði við sjálfa mig að núna myndi reyna á mig hvort ég þori að lifa lífinu lifandi. Og ég lét bara vaða. Ég sló í Flugger bróðirinn og sagði; bara alltaf að mála!!! Svo hló ég. Ég hló alla leiðina heim úr búðinni. Ég er hlæjandi líka núna. Það er ferlega fyndið að vera ég.


Kynlíf

Í mörg ár hef ég einmitt furðað mig á því að konur skuli nota þessa svokölluðu P pillu. Það er mín reynsla að þegar þessum hormónum er neytt sé engin þörf á getnaðarvörn lengur þar sem hún drepur alla löngun í kynlíf. En ef ekki pillan hvað þá, er spurt á mbl.

Nú til dæmis er hægt að nota koparlykkjuna. En reyndar er varla þörf fyrir getnaðarvörn þegar hún er notuð þar sem blæðingar standa þá nánast yfir í þrjár vikur í hverjum mánuði. Hægt er að nota hormónalykkjuna með staðbundnum hormónum. En þrátt fyrir staðbundna hormóna fara þeir samt útí blóðið og valda sömu, en vægari, aukaverkunum og pillan. Hægt er að nota smokkinn. En þar sem mörgum þykir hann mjög svo púkó kemur hann frekar í veg fyrir getnað með því að drepa alla stemmningu. Hægt væri að nota hettuna, ef það væri ekki búið að taka hana af markaði. Fyrir utan hin og þessi óþægindi sem þessar getnaðarvarnir valda þá er þetta allt saman fokdýrt.

Eftir þessar litlu vangaveltur mínar væri ég til í að heyra í fólki sem hefur verið að tauta um það að það ríki jafnrétti á milli kynjanna í vestrænum samfélögum. Mig langar nefnilega til að vita hvers vegna hormónapillan fyrir karla hefur ekki verið sett á markað. Já já það er löngu búið að framleiða hana.

Persónulega vill ég ekkert endilega að karlar fari að nota hormóna. Mér þykir vænt um marga karla, og vill þeim ekkert illt. Mér finnst bara súrt að svo margir telji það sjálfsagt að konur noti getnaðarvarnir sem dragi úr lífsgæðum þeirra.

Á mínum yngri árum þótti ég bæði uppátækjasöm og hress. En með auknum þroska hef ég lært að forðast þetta fyrirbæri. Kynlíf er gjörsamlega ofmetið. Þetta þótti voða smart á níunda áratugnum en er síður en svo eitthvað módern. Glætan að einhver í París sé enn að stunda kynlíf.


Lifa lífinu lifandi!

Ég hef ekki bloggað undanfarna daga því ég er of upptekin við að lifa lífinu lifandi. Ég hef samt alveg tíma til að svara í símann. Það hringdi einmitt kona áðan og ég svaraði. Hún var að selja líftryggingu. Ég sagði henni samt að hringja aftur seinna. 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband