100 dagar í reykbann.

Í dag eru 100 dagar í reykingarbannið. Í gamla daga þegar ég sjálf reykti fannst mér það aðeins of langt gengið að banna reykingar alls staðar. Mér þótti eðlilegt að fólk hefði val um reyklausa eða loftlausa staði, bæði gestir og starfsfólk. En þar sem ég á það sameiginlegt með svo mörgum öðrum að hugsa aðeins um eigin hagsmuni hefur mér algjörlega snúist hugur. Nú tel ég niður dagana af mikilli kátínu. Reykleysið hefur haft það í för með sér að ég hef þyngst um nokkur kíló. Það myndi koma sér afar vel fyrir mig ef settar væru einhverjar hömlur á neyslu sætinda. Ég veit að ég þarf ekki að kaupa mér sykursætan eftirrétt á veitingashúsum borgarinnar, en þegar þeir eru á boðstolnum og ég sé aðra gæða sér á slíku get ég bara ekki setið á mér og panta því þrjá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband