Nýjar upplýsingar af ástandinu í US

Sky News er með puttann á púlsinum. Rétt áðan sá ég þar viðtal við konu sem ég þekki ekki. Mér þykir hins vegar líklegt að hún sé með gráðu í sálfræði eða geðlækningum. Þessi kona sat fyrir svörum fréttamanns sem vildi ólmur komast að því hvað hefði gengið í Britney. Konan fór yfir feril söngkonunnar og skýrði frá því hvernig margir atburðir, og þá sérstaklega hvað hún varð fræg ung, hefðu ýtt undir hegðunarmynstur sem væri með öllu óskiljanlegt. Hárið á Britney er eitt en aðal áhyggjuefnið er auðvitað áhrifin sem þetta kann að hafa á saklausar ungar stúlkur í Ameríku, og jafnvel á Íslandi. Mér yrði ekki brugðið ef við færum að sjá stúlkur með drengjakolla á næstu vikum.


mbl.is Aðdáendurnir áhyggjufullir og hárlokkarnir til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband