Ég skammast mín bara ekki neitt fyrir að vera Íslendingur

Ég hef nú ekki verið talin vera fröken forsjárhyggja. Mér finnst frelsi einstaklingsins nokkuð mikilvægt. En hef stundum áhyggjur af því að við séum að berjast fyrir frelsi sem við ættum ekki að vilja berjast fyrir. Er það ekki einmitt oft þannig að frelsi sumra heftir frelsi annarra.

 

Ég er nú ekki með allar staðreyndir á hreinu varðandi klámráðstefnuna, t.d. hvaðan þessi barnaklámsumræða kom. Fyrir mér er reyndar ekki til neitt sem kalla ætti barnaklám. Hvernig getur kynlíf með börnum verið eitthvað annað en ofbeldi, og því er það sem kallað er barnaklám bara alltaf ofbeldi í mínum huga.

 

Ég fór á eitthvað flakk á netinu og las nokkra pistla mjög svo æstra bloggara yfir hversu mikið þeir skammast sín yfir því að vera Íslendingar núna þegar framkoma einhverra okkar hefur valdið því að klámframleiðendur eru í fílu og vilja ekki lengur heimsækja okkur. Í fréttinni hér að neðan er linkur inná síðu ráðstefnugesta(eða þeirra sem voru á leiðinni hingað til að styrkja sitt tengslanet fyrir bransann) þar sem m.a. er boðið uppá Daddy I'm Nude og annað efni í svipuðum dúr.  Flest á þessari síðu er að mínu mati ofbeldi, sem ég er ekki til að berjast fyrir.

 

Berjumst fyrir fólki sem framleiðir efni ætlað mönnum með barnagirnd og grátum síðan saman yfir Kastljósinu og Kompás.


mbl.is Eigendur Hótel Sögu vilja hætta að sýna ljósbláar myndir gegn gjaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M. Best

Jó nigga. Svo ertu bara flutt með bloggið. Eins gott!

M. Best, 24.2.2007 kl. 04:19

2 identicon

Jú jú er nýflutt, og enn að koma mér fyrir.

Margretv (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 13:19

3 identicon

Mér líkar ekki þessi forsjárhyggja annarra í garð barna eins og mín sem eru á fertugastaogöðru aldursári. Fólk ætti að vera einfært um að sjá um sig og sína. Let go for Christ sake!

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 16:12

4 Smámynd: Vaff

Ef þú segir Let go for Christ Sake þá segi ég bara For grying out loud. Eða eitthvað þvíumlíkt. Annas dettur mér í hug að þú hafir ekki lesið bloggfærsluna mína, og það er ok mín vegna. 

Vaff, 25.2.2007 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband