Laugardagur til lukku

Gott kaffiÉg get ekki sagt annað en að ég sé búin að eiga nokkuð góðan laugardagsmorgun. Þannig að ég er nokkuð sátt við lífið. Nema reyndar er eitt. Mér finnst fátt betra en gott kaffi, fyrir mér er kaffi sko ekkert grín. Í morgun fékk ég enn einn vondan bolla af Cappuchino. Undanfarna daga, nei reyndar vikur, hef ég lent í því að fá gjörsamlega ómögulegt Cappuchino á kaffihúsum, veitingustöðum eða öðrum stöðum þar sem boðið er uppá Cappuchino. Mér þætti eðlilegast að það væru einhver lög sem bönnuðu stöðum sem hafa starfsfólk sem ekki kann að búa til Cappuchino að selja það. Það á bara ekki að vera í boði. Ég geri mér grein fyrir að þetta er orðin pínulítil þráhyggja hjá mér, og samkvæmt fróðu fólki þá er það ekki gott. Um daginn fór ég á kaffihúsið í Perlunni og horfði stíft á stúlkuna og spurði; kanntu að búa til Cappuchino? Hún sagði já auðvitað, og horfði á mig eins og hún hefði fæðst til þess eins að gera Cappuchino. Ég pantaði því einn, en fylgdist vel með. Ég sá strax þegar hún byrjaði að hún hlyti að hafa misskilið spurninguna. En hún var svo örugg með sig að ég vildi ekki eyðileggja stemninguna fyrir henni. Ég fékk Cappuchino í risa bolla með allt of mikið af mjólk sem búið var að sjóða, en náði með inngripum að forða kaffinu mínu frá 200 gr. af súkkulaðispænum. Ég borgaði fyrir kaffið en var í of mikillri sorg til að segja nokkuð. Ég drakk ekki kaffið mitt, fékk mér bara smá vatn.

Það eru s.s. nokkrir staðir í Reykjavík þar sem hægt er að fá gott kaffi en annars er þetta allt saman ódrekkandi. Ef ég er ekki á Kaffitári, Te og kaffi, Kaffibrennslunni eða litla kaffihúsinu við strætóstöðina þá panta ég mér bara pepsí eða eitthvað næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband