Vörutorgið

Bowling AloneÉg var að lesa Bowling Alone eftir Putnam. Þetta er áhugaverð bók sem segir frá rannsóknum hans á félagsauði í Bandaríkjunum. Í bókinni fjallar hann meðal annars um hvernig sjónvarpsáhorf hafi dregið úr tengslum milli fólks, og líkir þáttum í sjónvarpi við skyndibita. Sjónvarpsáhorf veitir því einhverja fyllingu, en hún virkar bara í skamman tíma því hún er ekki raunveruleg næring. Að hans mati verður fólk háð sjónvarpsglápi eins og hverjum öðrum skyndibita, sem skerðir frelsi fólks. Hann reyndar tekur það fram að sjónvarpsefni hafi mismunandi áhrif, ekki sé allt jafn slæmt að þessu leyti. Hann bendir líka á að fólk sem kveikir á sjónvarpi til að horfa á einstaka þátt er mun betur stadd heldur en fólk sem kveikir á sjónvarpinu til dæmis þegar það kemur heim úr vinnu og slekkur á því þegar það síðan fer í háttinn. Það horfir bara á það sem er í boði, og er alltaf með sjónvarpið í bakgrunni. Það er þessi hópur sem Putnam hefur áhyggjur af.

Mér varð hugsað til orða Putnams á föstudagskvöldið þegar ég kom heim og kveikti á sjónvarpinu. Berverly Hills 90210 var á dagskrá, og ég horfði, svo kláraðist Berverly Hills og Vörutorgið tók við, og ég horfði. Ég horfði og velti því fyrir mér hvort fólk myndi í alvöru að panta þetta nýja æfingatæki, sem gefur víst grennra og íþróttamannslegra útlit án þess að viðkomandi þurfi nokkuð að gera. Ég hef heitið mér því að horfa ekki á Vörutorgið aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vaff

Hvað, af hverju setur engin athugasemd inná þetta blogg? Er þetta eitthvað verri blogg en eitthvað annað. Ég sá að það voru komnar yfir 20 athugasemdir við einhverja færslu á blogginu hans Sigmars fréttamanns. 

Er þetta af því að ég er kona? Það er ekki búandi í þessu landi fyrir misrétti.

Kveðja,

Ég sjálf 

Vaff, 1.3.2007 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband