Ég hef tekið eftir því að síðan mín er með sama útlit og síðan hans Helga Seljans fréttamanns. Ég valdi bara eitthvað fallegt útlit sem var í boði. Það er ekkert þannig að mig hafi dreymt um að vera Helgi Seljan. Á tímabili langaði mig ekkert heitara en að vera Siggi vinur minn. En á síðustu misserum hef ég verið nokkuð sátt og bara viljað vera ég sjálf. Ég er samt ekkert að gefa í skyn að það sé eitthvað ömurlegt að vera Helgi Seljan. Ég gæti meira að segja trúað því að það sé ágætt að vera Helgi Seljan. Það þykir samt ekki smart af fullorðinni konu að vilja vera einhver annar.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkur: Bloggar | 28.2.2007 | 23:11 (breytt kl. 23:13) | Facebook
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, að vera eða vera ekki Seljan?
Ég er nú algerlega handviss um að Hr. Seljan hafi nú bara verið svona forspár og gert sér grein fyrir fyrir nokkru síðan hvaða útlit Miss Vaff myndi velja á sína síðu og byggt val sitt á þeirri sýn. Það vildu jú flestir líkjast Miss Vaff sem mest, enda þar á ferð afskaplega myndarlegt eintak af íslending
Kær kveðja, Netlöggan
Baldvin Jónsson, 1.3.2007 kl. 10:30
Jaha herna ertu tha. Mer finnst blaa dressid thitt fara ther vel. Annars hefur mig oft langad ad vera einhver annar, enda thyki eg ekki mjog smart, langar hinsvegar ekkert ad vera Helgi Seljan enda hef eg ekki hugmynd um hver hann er. Svona er nu ad bua i utlandinu, vaeri til i ad vera Bono i einn dag kannski, hann er alltaf mjog hress.
Kvedja fra Dyflinni
Iris (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 11:51
Takk herra Netlögga, takk fyrir að minna mig á, takk fyrir að segja mér sannleikan um sjálfa mig, og takk fyrir að vera þú. Gekk ég of langt?
Ég fór að versla í matinn í gær og komst ekki hjá því að heyra konurnar í röðinni tala um hvað þú værir smart, það eru allir að tala um það. Annað hvort um þig eða Íris sem var í Buttercub, en held að það sé verið að verið að tala um þig.
Vaff, 1.3.2007 kl. 13:57
innlitskvitt - ekki vera eins og Helgi Seljan - Þá geturðu ekki verið svona tölfræðinörd og þarft að fara verða svona krúttlegur fréttamaður - þú ert ekki krútt þú ert svona töff tölfræðinörd ;)
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, 1.3.2007 kl. 14:13
Af hverju langaði þig til að vera Siggi? Hann er að læra á klarinett... er ekki einfaldara að raka bara af sér hárið og fara í klarinett tíma? Magga, Magga, Magga (sagt um leið og haus er hristur).
M. Best, 1.3.2007 kl. 16:38
Af því Siggi er hot.
Vaff, 5.3.2007 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.