Þessi bloggheimur er skemmtilegt fyrirbæri. Þetta er auðvitað mjög ungt ennþá. Fyrir rúmlega áratug síðan voru það nánast bara fréttamenn sem blogguðu. Orðið blog í þeirri merkingu sem það er notað í dag er rétt um 10 ára gamalt. Það hefur orðið mjög mikil breyting á allra síðustu árum í þá áttina að stór hluti almennings er að blogga, þá sérstaklega Íslendingar. Þannig að það ætti ekki að koma á óvart að við erum enn að læra á þennan nýja samskiptamáta, það er kannski þess vegna sem mörg okkar erum frekar barnaleg í þessu bloggi okkar. Sjálf hef ég bloggað í nokkur ár, en reyndar ekki hér. Mér hefur þótt þetta aldeilis fín leið til þess að hafa samskipti við fólk sem ég hef ekki tök á að hitta daglega, eins hef ég gaman að því að skrifa. Stundum er ég bara að bulla en stundum er mér full alvara með því sem ég skrifa. Eftir að ég flutti mig hingað hef ég orðið meira meðvituð um að þessi litla dagbók mín er opinber. Þess vegna er ég með smá kjánahroll núna. Ég gæti valið að blogga ekki undir nafni en vel að gera það ekki. Mér finnst það bera vott um hugleysi að blogga eða skrifa nafnlausar athugasemdir.
Það hefur komið mér pínulítið á óvart síðustu daga hvað margir eru dónalegir í þessu bloggi sínu. Fólk getur haft skoðanir og viðhorf sem eru ólíkar okkar eigin. Mér finnst hins vegar frekar furðulegt þegar fólk nafngreinir aðrar manneskjur á sínum bloggsíðum og kallar það allskonar skrítnum nöfnum og kemur með dónalegar athugasemdir á öðrum síðum. Kannski að þessir bloggdónar uppnefni fólk líka á förnum vegi. Væntanlega eigum við bara eftir að læra almenna mannasiði á netinu.
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já... en skammast fólk ekki líka svona þegar það rífst? Fussar og sveiar og æpir Þú ert hálfviti! og þannig. Það eru ekki margir Gandíar í bloggi... og ekki margir Gandíar svona almennt.
M. Best, 10.3.2007 kl. 03:39
ég ætlaði að fara að koma með mjög gáfuleg komment um hvað þú ættir að segja við konuna sem þú handtækir sem lögga.. en þá er þessi bráðfyndna saga farin
Ég hugsa að það sé ekkert erfitt að finna eitthvað til að segja. Þú getur sagt henni að hún sé að brjóta lögreglusamþykktir. það er fullt af lögum sem fólk veit ekkert um. Einu sinni parkerai ég fyrir framan sjoppu og bíllinn var fjarlægður af löggunni. hún sagði mér að það væri vegna þess að fatlaðir kæmust ekki leiðar sinnar. ég borgaði háa sekt. En svo sagði konan í sjoppunni mér að það hefði verið svo mikið vesen þegar kókbíllinn kom og ég var búin að parkera fyrir utan sjoppuna að hún hefði hringt í lögguna og beðið þá að fjarlægja bílinn svo kókáfermingarmaskínan kæmist að. Þeir gerðu það. Fundu svo upp á þessu með fatlaða seinna.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 10.3.2007 kl. 15:42
Já ok, takk fyrir góð ráð.
Ég varð að kippa henni út, sá stafsetningavillu. Fátt verra en stafsetningavillur!
Vaff, 10.3.2007 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.