Vörður laganna

Undanfarna daga er ég búin að vera lesa heilmikið um menninguna innan lögreglunnar. Ég er búin að lesa niðurstöður rannsókna sem hafa verið gerðar víðsvegar um heim. Það má segja að öll fyrirtæki og stofnanir hafa sérstaka menningu en löggumenning hefur fengið á sig frekar neikvæðan stimpil. Oft er nefnd þessi svokallaða "karlremba" í því samhengi. Þó ber ekki öllum saman um það, sumir benda á að löggumenning á hverjum stað endurspegli aðeins það sem er að gerast í samfélaginu í heild. Það hefur einnig verið bent á að rannsakendur verði að átta sig á því að það sem lögreglumenn og konur tali um á kaffistofunni hafi ekki endilega áhrif á þeirra daglegu störf. Þetta er nú örugglega ekkert svart eða hvítt. Ég ætla ekkert meira um þetta að segja þar sem ég hef ekki sjálf gert rannsókn né komist að neinni niðurstöðu. Það sem mig langar hins vegar að segja er að allt í einu langar mig ekkert meira en að vera lögreglukona, þetta hefur aldrei áður hvarflað að mér. Mig langar til þess að vera í löggubúning, með tagl í hárinu, með handjárn og helst byssu líka, ég myndi samt láta mér nægja kylfu ef byssa væri ekki í boði. Svo myndi ég handtaka konuna sem var tilbúin að óska mér til hamingju í gær þegar hún spurði mig hvort ég væri ófrísk. Ég er ekki ófrísk. Ég hef bara bætt á mig nokkrum krúttlegum kílóum undanfarna mánuði, eða síðan að ég hætti að reykja. Allavega, núna sit ég og læt mig dreyma um viðeigandi svar við spurningu konunnar yfir því af hverju hún er búin að vera í fangelsi í tvær vikur. Ég finn ekkert svar við hæfi. Ætli ég myndi ekki bara segja; hver er feitur núna? Það passar samt ekki alveg. Ég ætla að hugsa þetta aðeins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dísjús, ef ég væri heima þá myndi ég lemja þessa gellu fyrir þig, pottþétt. Annars er ég í Seattle að skoða aðstæður Margrét. Manstu hvað við ákváðum með Seattle??? nú er um að gera að standa við stóru orðin Margrét V

Auja (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 20:13

2 Smámynd: Vaff

Þú ert alltaf jafn hugulsöm Auja. Hvort ég man Seattle. Ég er einmitt að reyna að breyta um viðhorf gagnvart þessu ferli. Þetta er sem sagt skemmtilegt og spennandi ekki ógeðslega erfitt og ógnvekjandi. 

Vaff, 10.3.2007 kl. 21:27

3 identicon

Hver er feitur núna hljómar eins og sanngjörn spurning fyrir glæpinn sem hún drýgði.

Bergþóra (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 00:38

4 Smámynd: Vaff

Takk Bergþóra, þetta er alveg rétt hjá þér.

Ég var farin að sakna athugasemda þinna. Var hrædd um að þú værir búin að strengja þér heit um að púkka ekki uppá nýja heimilið mitt hér á moggabloggi. Mér skylst að sumir (t.d. A..ý) vilji ekkert hafa með fólk sem hefur tekið sér bólfestu hér á moggabloggi. Mér til varnar gerði ég það í neyð.

Vaff, 12.3.2007 kl. 00:45

5 identicon

Neyðin kennir naktri konu að spinna eins og ég segi alltaf. 

Þitt blogg er auðvitað eina bloggið á gjörvöllu internetinu sem ég kommenta á, fyrir utan bloggið hans Sigga. 

Bergþóra (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband