Liðagigt og raðmorðingi.

Einhver gæti haldið að ég væri hálf ómögulegur bloggari. En það er bara ekki rétt. Ég er reyndar alveg til fyrirmyndar, rétt eins og í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Það er bara liðargigtin sem hefur verið að angra mig eins og svo oft áður. Mig hefur langað til að blogga síðustu daga, ég hef haft mikið að segja. Ef það hefði ekki verið fyrir liðagigtina hefði ég bloggað um þjóðfélagsmálin undanfarna daga. Skrif mín hefðu þá verið bæði fyndin og vitsmunaleg, þetta hefði verið svona texti sem hreyfir við fólki, fær það til að hugsa og jafnvel endurskoða allt sem það hefur áður heyrt og lesið um nánast alla hluti. Svona texti sem breytir lífum. Ég er einmitt svona kona sem hef haft það að markmiði síðan að ég var 12 ára að breyta lífum fólks í kringum mig. En svo sit ég uppi með liðargigt í fingrunum. 

Hin indæli DexterÍ dag er ég hamingjusöm. Einu föstu þættirnir í sjónvarpinu sem ég vil helst ekki missa af eru á dagskrá í kvöld, Boston Legal og Dexter. Þegar ég horfi á Dexter finnst mér pínu eins og mér eigi ekkert endilega finnast þessi þáttur skemmtilegur. Hann er á mörkunum að vera púkó en er eitthvað svo yndislegur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er allt svo fínt og flott hjá þér á nýja blogginu að ég þori varla að koma með innskot. En eitt vil ég þó segja og það er að barátta þín gegn liðagigtinni hefur verið löng og ströng og aðdáunarvert að fylgjast með einurð þinni og hugrekki. Já Margrét því þú ert hugrökk. 

Hvað raðmorðingja varðar þá hef ég ekkert um þá að segja

Bergþóra (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 00:19

2 Smámynd: Vaff

Takk.

Nei ég gerði svo sem ekki ráð fyrir að þú hefðir nokkuð um raðmorðingja að segja, þú hefur lítið viljað segja um þá í gegnum tíðina.  

Vaff, 21.3.2007 kl. 20:59

3 identicon

Isss...Dexter er sko ekki púkó...hann er vinur minn :)

Jónheiður (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 11:09

4 Smámynd: Vaff

Ja hérna hér, gaman að fá Jónheiði í heimsókn.

Vaff, 22.3.2007 kl. 15:24

5 identicon

Dexter er mjög langt frá því að vera púkó. Ég vildi óska að ég væri meira eins og Dexter. Hann er draumur. Hrói höttur morðheimins. 

maggabest (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband