Rúmensk list

Spjall við rúmenskar konur hlýtur að vera alveg sérstök lífsreynsla, kannski er það þessi einstaki hreimur. Skil samt ekki af hveru það ætti að flokka þetta spjall sem list. Að vísu dansa þær líka. Kannski spjalla þær á meðan þær dansa. Ég var einu sinni að æfa samkvæmisdans og man vel eftir því að í hvert skipti sem ég reyndi að spjalla við dansfélaga minn þá ruglaðist ég á sporunum mínum. Þannig að þetta hlýtur jú að vera viss list, þ.e. að dansa og spjalla á sama tíma. 

Ef ég hefði tekið viðtalið við eiganda Strawberries hefði ég heimtað að fá að sjá tungu gaursins. Svartur blettur á tungunni hefur í gegnum tíðina komið upp um marga lygara. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held, að þú sért fyndnasti Vaffari sem ég þekki í öllum heiminum. Þú ert Vaffari Vaffaranna.

1984 (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 04:09

2 Smámynd: Vaff

Takk fyrir það. Það tekur áralanga þjálfun í að fullkomna Vaffið. Nafnið eitt er ekki nóg til þess að verða alvöru Vaffari.

Magga Vaff.

Vaff, 22.3.2007 kl. 16:11

3 identicon

Mjög langt nef gefur líka ýmislegt til kynna... og þá á ég ekki við neitt kynferðislegt.

maggabest (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 03:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband