Afmæli

Rétt áðan hringdi í mig kona til að óska mér til hamingju með afmælið. Ég á ekki afmæli í dag. Ég fæddist í ágústmánuði og hef því stundum haldið uppá afmælið mitt þá. Dag einn fyrir nokkrum árum fór ég að endurskoða líf mitt og breytti um lífsstefnu. Það má segja að ég hafi endurfæðst þennan örlagaríka tólfta dag marsmánaðar 2001. En í dag er hvorki 7. ágúst né 12. mars þannig að þetta símtal við konuna var hálf furðulegt. Fyrir utan að hringja í fólk og óska því til hamingju með afmælið bara svona uppúr þurru er þessi kona samt alveg ágæt. Sumir myndu jafnvel segja að hún væri frekar vel gefin, hún er allavega rétt um það bil að verða læknir. Ef þið viljið fræðast frekar um þessa undarlegu konu þá býr hún hér > http://allyrosa.blogspot.com/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hey hun gerir tetta rosalega oft. Hefur oft hringt i okkur og oskad okkur til lukku med hina og tessa daga. Hun er audvitad dreifari og tetta er liklegast komid tadan. Tu veist teir eru rosa nice og skrytnir allir

Auja (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 16:57

2 identicon

Hey!! Þetta var sjúklega vel meint hjá mér.  En annars má segja að þetta sé hálfpartinn til vandræða þessa dagana því ég sendi líka annari Möggu sms og óskaði henni til hamingju með árin 40, en það er þá ekki fyrr en í apríl víst. Það var líka sjúklega vel meint hjá mér.

Allý (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 18:04

3 identicon

Hún hringir oft í mig líka en yfirleitt er það til að segja mér að ég sé eftirlætis vinkona hennar í rokkklúbbnum eða að henni finnist ég vera skemmtilegasta vinkona sín og að henni líði oft eins og ég sé gjöf frá lífinu sjálfu. 

Bergþóra (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 18:34

4 identicon

Bergþóra það eru rúm fjögur ár síðan ég fór síðast í blakkát

Allý (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 21:17

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

En hey, Magga til hamingju með nýliðin 12. mars

Baldvin Jónsson, 22.3.2007 kl. 22:16

6 Smámynd: Vaff

Takk Baddi.

Allý til hamingju bara með að vera þú.  

Vaff, 23.3.2007 kl. 08:39

7 identicon

Gleðileg jól Magga mín og gangi þér vel að megra þig!

Maggabest

maggabest (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 03:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband