Komin

J1127747207æja þá er ég bara komin aftur. Ég skrapp í sólarlandaferð til Majorka. Það var bara fínt. Var á ágætis hóteli með fínan sundlaugarbar og skemmtilegu borðtennisborði. Þrátt fyrir að ferðin hafi verið alveg geðveik skemmti ég mér betur á Benidorm í fyrra. Ég náði rosa lit og kynntist fullt af hressu liði. Ég ætla að halda sambandi við frændur sem ég kynntist. Þeir eru BARA þeir hressustu sem ég hef hitt, fara til Majorka á hverju vori.  Það sem stendur uppúr eftir þessa ferð er að hafa látið mana mig útí að keppa í miss Sun Tan 2007. Ég lendi í öðru sæti. Þessi keppni var samt hálfgert svindl. Ég varð eiginlega alveg brjáluð þegar úrslitin voru tilkynnt. Sú sem vann er brún af því að hún ER brún. Ég hins vegar lagði rosa mikið á mig til þess að verða brún(enda heitir keppnin miss Sun tan ekki Miss Brown).  Asnalegt. Ég er þessi brúna á myndinni, sú sem vann er þessi brúna með borðan í miðjunni (eins og það sjáist ekki mjög greinilega að hún svindlaði).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Já Margrét, yndæla Margrét. Verður súrealískari fyrir mér með hverjum deginum, varstu ekki örugglega á Ísafirði?Þessi ultra tanaða þarna minnir meira á MV á hnakka tímabilinu

Væri samt skemmtilegur contrastur ef þú færir að birta af þér bikiní myndir hérna á blogginu, contrastur við bláu flíspeysuna sem þú hefur nýtt sem birtingarform þitt hérna hingað til

Baldvin Jónsson, 4.4.2007 kl. 01:30

2 identicon

Magga

Hefurðu grennst?

Birna Íris (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 07:57

3 identicon

Taktu mig með næst til Mallorka, ég elska svona keppnir og ég elska sólböð. Hvað var í verðlaun í keppninni? Vonandi eins góð verðlaun og í keppninni í fyrra - sexonthebeach-drykkur frítt allt kvöldið.

Bergþóra (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 11:51

4 Smámynd: Vaff

Baldvin: Ég veit hreint ekki um hvaða tímabil þú ert að tala, hlýt að hafa verið í óminnisástandi. 

Birna: já, takk fyrir að taka eftir því. Þessi nýja fasta er að bera árangur.

Bergþóra: já ég tek þig með næst. Nei því miður var ekki Sexonthebeach drykkir í verðlaun í ár. Núna fékk vinningshafin að eyða rómantísku kvöldi með Rodriquez Carlos Diego Santos sem er sonur ríkasta karlsins á Majorka. Ég lendi í öðru sæti og var því bara kynnt fyrir honum, en fékk að dansa við frænda hans Roberto Romario Conzales Santos. Það var ágætt svo sem. 

Vaff, 4.4.2007 kl. 20:27

5 identicon

Þú hlýtur þá að vera þessi lengst til vinstri, með litlu kórónuna.

marisol (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 20:47

6 identicon

Hehe frábært blogg Magga.  Kaldhæðin og fyndin eins og alltaf.  Kveðja, Kristín Ása.

Kristín Ása (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 21:24

7 identicon

Ég held að þú sért að ljúga. Það er ekkert mark takandi á þér lengur kona.

magga hugrún (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband