Kæru Íslendingar, ég óska ykkur öllum gleðilegra páska.

Minn kæri nágranni og vinkona fr. B var rétt í þessu að hringja í mig og bjóða mér með sér heim til foreldra sinna í Hnetusteik. Ég þakkaði gott boð en varð að afþakka þar sem ég er á leiðinni heim til hennar móður minnar í Svínasteik. Þar sem ég og fr. B erum báðar ólofaðar og eldhressar eyðum við frekar miklum tíma saman. Við erum þó oft meira eins og hjón heldur en vinkonur. Okkur kemur vel saman og eigum margt sameiginlegt þrátt fyrir að vera líka að mörgu leyti ólíkar. Okkur finnst einmitt einstaklega gaman að ræða þjóðfélagsmálin þegar við sitjum við kvöldverðaborðið með dætrum okkar. Oft erum við sammála en stundum alls ekki. Þegar við erum ekki sammála minnum við okkur á það mjög svo ólíka uppeldi sem við fengum og segjum hvor annarri skemmtilegar sögur af æskuárunum. Á meðan fr. B hlustaði á Böðvar Guðmundsson, 30. mars, Vögguvísur róttækrar móður og aðrar krataplötur með foreldrum sínum, sat ég og hlustaði á hetjusögur um Albert Guðmundsson. Þegar ég var barn vissi ég ekki alveg hvað kommúnisti var en vissi þó að þeim var ekki með nokkru móti treystandi. Ég velti því stundum fyrir mér þegar ég sá ókunnugt fólk hvort það væri svona kommúnistar og fannst erfitt að vita til þess að þeir gætu litið út eins og venjulegt fólk. Eða svona næstum því eins og venjulegt fólk, rauður fatnaður og dólgslæti voru alltaf í mínum huga sterkar vísbendingar um að halda sig í hæfilegri fjarlægð.

 

En núna er allt breytt. Núna erum við fr. B fullorðnar konur og látum skynsemi og góð rök ráða allri okkar ákvarðanatöku og skoðanamyndun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Tek undir með síðasta ræðumanni, líst mun betur á svínasteikina.

Gleðilega Páska kæra blog-vinkona

Baldvin Jónsson, 8.4.2007 kl. 19:54

2 identicon

Ég átti einu sinni frænda sem var kommi. Hann keyrði um á Lödu og þótti spes.

En hvað er annars að frétta af hlaupahópnum?

Hulda Gísla (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 00:28

3 Smámynd: Vaff

Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um fyrsta hlaup ennþá. Það verður þó gert fljótlega. Ég reyndar fór og prófaði þol mitt í gær. Hljóp aðeins 3 km. Komst að því að hlaupaformið endist ekki nema maður haldi áfram að hlaupa. 

Vaff, 9.4.2007 kl. 10:02

4 identicon

En af hverju eru Hnetusteik og Svínasteik með stórum staf hjá þér? Eru þetta einhverjar spes frægar steikur?

Kveðja ólundarpúkinn 

Allý (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 19:50

5 identicon

Af virðingu við aldraða (foreldra okkar - yfir sextugt) skrifaði Magga steikurnar með stórum staf, e-ð sem þú mættir temja þér, semsagt að bera virðingu fyrir öldruðrum, það er ef þú ert ekki þegar byrjuð á því.

Nóg um það sýndu okkur nú hvað þú ert tönuð og mössuð eftir Krítarferðina. 

Bergþóra (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 20:39

6 Smámynd: Vaff

Ég er nú hrædd um að þetta sé rétt hjá Bergþóru. Skil ekki að þú hafir ekki fattað þetta með gamla fólkið. Allý, ertu algerlega tilfinningalaus gagnvart öldruðum?

Vaff, 10.4.2007 kl. 21:02

7 Smámynd: Vaff

Og já gleymdi, hlakka rosa til að sjá hvað þú ert orðin tönuð og mössuð Allý.

Vaff, 10.4.2007 kl. 21:03

8 identicon

Ég er líka hrædd um að Magga Vaff hafi rétt fyrir sér varðandi tilfinningaleysi þitt gagnvart öldruðum. Í alvöru hvað ertu að pæla Allý?

Bergþóra (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 21:17

9 identicon

Taktu niður þessar myndir af mér, eða ég kæri þig!

siggi (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 23:53

10 Smámynd: Vaff

Hættu að tuða Siggi.

Vaff, 11.4.2007 kl. 18:35

11 identicon

Já og líttu í eigin barm (eða eigin myndaalbúm). Hvergi annars staðar eru samankomnar eins margar myndir af mér með hálflokuð augun að tyggja e-ð ógreiddri en einmitt í myndaalbúminu þínu. 

Annars er Magga á fotosjopp námskeiði svo þakkaðu fyrir að hún bætti engu inn á myndina.  

Bergþóra (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband