Ég er hálf einkennilegur bloggari held ég. Ég blogga sjaldan og þegar ég blogga er mér stundum alls ekki að skapi að fólk lesi bloggið mitt. Þegar hins vegar engin les bloggið mitt upplifi ég höfnun. Það þarf sko engin að segja mér hversu absurt það er að blogga og vilja ekki að fólk lesi það sem ég skrifa, ég veit það vel. Ég tók mig því til núna um páskahelgina ákvað að breyta um viðhorf, nú fagna ég hverjum einasta lesanda. Ég meira að segja gekk svo langt að ráðast í aðgerðir til þess að auka vinsældir mínar hér. Ég spurði sjálfa mig; hvað er það sem virkar hjá öðrum? Það er s.s. falleg músík og skemmtilegar partý myndir. Vinsældir Jónínu Ben hafa aldrei verið eins miklar og eftir að hún birti myndir úr afmælinu sínu. Núna er ég komin með skemmtilegt lag á fóninn og nokkrar vel valdar partýmyndir. Þetta hefur borið þó nokkurn árangur því bara í dag hef ég fengið yfir 100 innlit (eða reyndar í gær því núna er klukkan svo margt). 100 innlit eru svo sem ekki mikið ef miðað er við bloggara eins og Sigmar. En Sigmar er nú líka fræg sjónvarpsstjarna. Fræga fólkið hefur nú alltaf haft aðdráttarafl sem okkur hinum bara dreymir um. Svo er nú Sigmar líka með skemmtilega súrrealíska félagsfræðitilraun á blogginu sínu í dag sem hefur væntanlega vakið mikla lukku.
Annars er ég auðvitað með annað blogg í gangi þar sem ég skrifa færslur inn á hverjum degi. Þar kem ég ekki fram undir nafni. Bara mamma og einn gamall skólafélagi minn vita slóðina þangað. Á þeirri síðu birti ég ljóð eftir mig. Þar kemur líka fram mitt raunverulega viðhorf til innflytjenda.
Þannig er nú bara það.
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert nú ekkert bara hálf einkennilegur bloggari, þú ert hálf einkennilegur vaffari líka.
Mörður (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 23:36
Takk
Vaff, 14.4.2007 kl. 01:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.