Eins og hvert annað föstudagskvöld

Núna er föstudagskvöld, og eins og ég geri stundum á föstudagskvöldum er ég að hafa það kósý með sjónvarpstækinu mínu. Fór reyndar í boð en eins og yfirleitt var ég komin heim fyrir miðnætti. Fólk heldur stundum að ég flýi heim fyrir miðnætti vegna þess að skrílslæti sem hefjast oft uppúr miðnætti fari í taugarnar á mér. En þannig er það nú ekki. Ég er öskubuska.

Á föstudagkvöldi er á dagskrá Ruv einhver unglinga hryllingur. Þarna er ungt þokkafullt par á flótta undan mjög ljótum ljótum körlum. Þetta þokkafulla par er svona eins og maður sér í tískutímaritum. Þegar ég sé þetta par læt ég mig í smá stund dreyma, en ranka svo við mér og man að ég á ekki séns. Ljótu karlarnir verða alltaf ljótari og ljótari, ég hef aldrei séð svona ljóta karla. Þeir hljóta að vera mjög ljótir. En þeir vilja ekki deyja, og unga fallega fólkið verður að halda áfram að flýja. Ég væri reyndar til í að láta svona rosalega ljóta karla elta mig ef ég væri með svona magavöðva eins og sæta konan. Þau sleppa og ljótu karlarnir deyja, réttlætið sigrar. Það er fátt verra en unglinga hrollvekjur.

Jæja nú er að byrja mynd með Chris Rock. Ég hef ekki séð þessa mynd en eitthvað segir mér að hún sé litlu skárri. Alveg er ég viss um að Chris Rock tekst það, hvað sem hann ætlar sér að gera. Hann talar pínu skringilega (svona from the hood), er sama um allt og nær alltaf að segja eitthvað fyndið. Svo bara slær hann í gegn. CIA myndir eru alltaf svo sjúklega spennandi.

Í gegnum MSN hvetur Fr. B mig til þess að horfa á myndina sem hún lánaði mér. Hún segir mér að ég muni ekki skilja ástina nema ég horfi á hana. Hún er á einhverju flippi núna. Ég svara henni ekki strax, og hún biður mig um að setja ekki upp varnirnar, loka mig ekki inní hellinum mínum. Henni líður eins og hún sé að tala við vegg. Biður mig um að hleypa sér inní líf mitt og sál. Brjóstu út úr fangelsi varnanna, þú getur það! Þetta eru hennar orð. Hún meinar vel. Hvað er svo sem að skilja við þessa ást sem allir eru að tala um. Held að hún sé ofmetin, einhver bóla sem gengur yfir.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kennir þér að svara mér næst þegar ég er að tala við þig!

Bergþóra (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 17:21

2 Smámynd: Vaff

Ég hef lært mína lexíu. 

Vaff, 15.4.2007 kl. 16:19

3 identicon

Hei, ég líka.

Mörður (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 01:07

4 identicon

Kannski er B ástfangin af þér?  og ástin er bóla

MBest (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 17:37

5 Smámynd: Vaff

Lengi sem að allir eru í stuði þá er allt ok. 

Vaff, 18.4.2007 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband