Gleðilegt sumar

feminismÍ gær fór ég í hreint alveg yndislegt boð. Ég fór í svokallað Femmaboð. Ég er í hópi kvenna sem hittist af og til. Þetta er hópur sem hefur verið að myndast á síðustu árum. Við byrjuðum nokkrar að hittast fyrst í þeim tilgangi að auka aðferðarfræðiþekkingu okkar. Við vorum s.s. allar að læra aðferðarfræði sem okkur þótti afar skemmtilegt og hittumst því á föstudagskvöldum og fórum í spurningasúpu. Spurningasúpa er einstaklega hressandi leikur þar sem hver leikmaður setur nokkrar heimatilbúnar spurningar í skál og svo er það sem eftir er kvöldi eytt í að spyrja og svara. Við héldum áfram að skemmta hvor annarri á sama hátt með stjórnmálafræði, afbrotafræði og fleiri fræðum. Fyrir utan að eiga það allar sameiginlegt að hafa verið áhugasamir námsmenn erum við líka allar femínistar. Nokkrar úr hópnum lærðu kynjafræði, en þó ekki allar. Hópurinn hefur s.s. verið að stækka, og eru núna alls konar femmakonur í hópnum (úr öllum stéttum þjóðfélagsins>djók! (sko, ekki djók að við séum úr öllum stéttum heldur djók að taka fram að það séu ólíkar stéttir (svona GM grín) (sko, það er líka djók að útskýra djókið(ef ég er búin að brjóta einhverja sviga reglu þá er það líka djók)))). 

 

Allavega, þá er alltaf hreinn unaður að hitta þessar konur því allt eru þetta klárar, fyndnar og fróðar konur, og það sem meira er þá er gaman að vera í hópi af konum sem furða sig jafn mikið á brasilísku vaxi og ég sjálf. 

 

Í gær komst ég að frekar áhugaverðri staðreynd. Sko, þrátt fyrir að hafa svipaðar pólitískar skoðanir þá sérstaklega hvað varðar jafnrétti þá kjósum við samt ekki sömu stjórnmálaflokkana. Hingað til hef ég kosið flokk sem þykir mikill óvinaflokkur í þessari grúppu. Mér hefur stundum liðið eins og konunni sem seldi barnið sitt. Ég er reyndar ekki flokksbundin, og hef verið að horfa í aðra átt undanfarið. En ég s.s. komst að því í gær að kona sem ég hef mikið litið upp til er hvorki rauð né rauðgræn heldur blá. Merkilegt.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband