Í gær var ég spurð af því í hvaða stjörnumerki ég er. Ég er ljón.
Heiðarleiki
Einhverjir sterkustu og bestu eiginleikar Ljónsins eru heiðarleiki þess, göfuglyndi og einlægni. Hið dæmigerða Ljón vill segja satt hvað sem það kostar. Það vill vera trútt markmiðum sínum og hugsjónum. Það er því sjaldgæft að Ljónið selji sannfæringu sína. Vegna hins opna eðlis síns kann það ekki að ljúga eða fara á bak við aðra.
Suðræn skapgerð
Nokkur atriði geta komið í veg fyrir að Ljónið verði dæmigert opið, hresst og stórtækt Ljón. Ef það nýtur ekki virðingar og jákvæðrar hvatningar og því er auðsýnt afskiptaleysi, er hætt við að það hrökkvi inn í sig og verði daufgert. Ef vinna þess er ekki skapandi getur farið á sama veg og geislar sólarinnar dofnað. Þriðja atriðið er að Ljónið er merki sólarinnar. Það nýtur sín því best í hita og sól, en síður í köldu loftslagi norðlægra slóða. Það má segja að skapgerð Ljónsins eigi vel við lönd eins og Ítalíu. Varkárar og kaldar þjóðir norðursins eiga aftur á móti erfiðara með að skilja eðli þess.
Þetta er akkúrat það sem ég hef alltaf verið að reyna að fá fólk til að skilja.
Flokkur: Vísindi og fræði | 19.4.2007 | 19:49 | Facebook
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert ljón. Ég er flón.
Mörður (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 01:20
Svo sannarlega ertu flón. Það er nú bara um talað.
Vaff, 20.4.2007 kl. 10:44
Ég var að vona að þú myndir reyna að gleðja mig með því að segja að ég væri ekkert flón. En "Hjá þér var engin hjálp né hlíf, huggunin ríng og klén ".
Mörður (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 11:16
Ég veit hvað þú ert að skrifa um, ég er líka ljón og ef fólk myndi líka fara að sýna mér virðingu og ríkið myndi bjóða mér á heitar slóðir nokkrum sinnum á ári þá væri ég ekki svona inn í mig og geislar sólar væru enn hlýir.
Bergþóra (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 11:33
Mörður, mér finnst samt frábært að þú skulir vera meðvitaður um að þú sért flón og bara stoltur af því. Ég þekki einn gaur sem er flón og fattar það ekki, hann er ömuregur. Þú ert ekki ömurlegur. Ertu glaður?
Vaff, 20.4.2007 kl. 13:05
Já, nú er ég svo glaður að ég hoppa og skoppa og þefa af blómunum og syng lög úr "Sound of music". Verst að það sé snjókoma.
Mörður (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 18:05
Og eru ljón mikið þrjósk ?
Halldór Sigurðsson, 21.4.2007 kl. 12:01
Og eru ljón mikið þrjósk ?
Halldór Sigurðsson, 21.4.2007 kl. 12:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.