Mikil umræða um transfitu undanfarið hefur haft slæmar afleiðingar í för með sér, eða að minnsta kosti á mína geðheilsu. Eftir töluverða íhugun tók ég þá ákvörðun að hætta að neyta transfitu. Ég var nokkuð viss um að við þessa breytingu yrði allt gott. Ég var uppfull af tilhlökkun, gat varla beðið eftir því að fara loksins að blómstra þegar ég yrði laus við eitrið. Mér til mikillar undrunar og gremju hefur þetta reynst mér um megn. Mér er gjörsamlega ómögulegt að sneiða hjá transfitu. Ég hreinlega elska allt sem inniheldur transfitu, og get ekki lifað án þess. Erfiðast er að segja skilið við örbylgjupoppið með Dexter á sunnudögum. Rétt áðan stalst ég í eina kexköku, mér leið eins og ég hefði sprautað mig með heróíni. Ég hef samt aldrei sprautað mig með heróíni og veit reyndar ekki hvernig sú tilfinning er en ég ímynda mér að hún sé svipuð og þeirri sem ég var að upplifa. Ég segi nú bara eins og dóttir mín; af hverju þarf allt sem er gott að vera vont og allt sem er vont að vera gott?
Flokkur: Matur og drykkur | 20.4.2007 | 14:49 | Facebook
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hei, eitt sem er gott er gott. Þú ættir að vera orðin nógu gömul til að vita það.
Mörður (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 18:08
Svo vil ég lýsa yfir ætlun minni að kommenta á hverja einustu blogg færslu hjá þér, ágæti Vaffari, því þú varst mér svo góð þegar þú sagðir að ég væri ekki ömurlegur þó ég væri flón.
Mörður (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 18:10
Það er ekkert ömurlegt að vera flón Mörður, en maður er samt flón
En annars fann ég Newmans popp Magga sem er transfitulaust (er reyndar alveg bragðlaust líka, en má leysa með meira salti)
Gott gott
Baldvin Jónsson, 20.4.2007 kl. 19:48
Ef þessi heimur væri fullur af mönnum eins og ykkur væri allt betra.
Vaff, 20.4.2007 kl. 20:40
Ég át einu sinni mikið af transfitu. Svo hætti ég, og guð sé oss næstur hvað líf mitt hefur tekið miklum breytingum. Núna vorkenni ég bara fólki sem er í transfituneyslu.
siggi (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 22:12
Hann vinur okkar í Rocky Horror picture show hefur án nokkurs vafa étið gjörsamlega yfir sig af þessar trans-fitu, engin spurning.
En vil bæta við athugasemd nr 2 að það verður mér tvöföld ánægja þá héðan af á þessu bloggi að geta alltaf lesið hugmyndir tveggja vina á sama vettvangi
Baldvin Jónsson, 21.4.2007 kl. 12:50
Hvað með að sprauta sig bara með transfitu? Er það ekki styðsta leiðin að hinu massíva transfitukikki sem fólk talar um?
maggabest (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 10:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.