Sjúklega vel heppnuð fyrirsögn

Ég sest við tölvuna, opna Internetið og heimsæki bloggsíðuna mína. Ég baða út höndunum, andvarpa og spyr sjálfa mig hver sé tilgangurinn með þessu öllu saman. Ég er þá ekki að spyrja hver sé tilgangurinn með þessu lífi, ég veit vel hver hann er. Ef ég hefði verið að spyrja hver tilgangurinn með þessu lífi væri gæti einhver haldið að ég væri þunglynd og jafnvel tilbúin að gefa þetta allt uppá bátinn. En nei aldeilis ekki, ég mun þrauka áfram a.m.k. á meðan ég er enn ung og falleg. Nei ég spyr hver tilgangurinn með þessu bloggi sé. Markmið og skipulag eru mín kjörorð. Ég er hvorki að finna fyrir markmiði né skipulagi hér. Get ekki sagt að ég sé sérlega stolt af sjálfri mér í augnablikinu.

 

Ég ætla út í göngutúr á eftir og hugleiða þetta, kannski fá ráð hjá fröken B. Ef ég finn ekkert gott svar, má búast við að ég segi upp þessari áskrift.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÞÚ MÁTT EKKI HÆTTA VAFFARI MAAAAAAAAAAR!  Þú mátt til með að halda áfram að kasta þessum perlum fyrir svín. 

Mörður (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 22:38

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Elsku fröken Vaff. Vertu óeigingjörn plz, við þurfum skammtinn okkar.

Baldvin Jónsson, 27.4.2007 kl. 00:07

3 identicon

Ef þú hættir að blogga, skaltu eiga mig á fæti Margrét V!  Á fæti segi ég.

siggi (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 01:08

4 identicon

Er það afþví ég nennti ekki í göngutúr? Hvað gerði ég rangt svo þig langar til að hætta að blogga. Ég skal breytast, ég lofa.

Ég geri hvað sem er bara ekki hætta að gleðja mig með blogginu þínu sem er yndislegt og uppáhaldið mitt.

Bergþóra (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 01:26

5 identicon

Ég drep mig ef þú hættir að blogga!!!

Auja (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 05:18

6 identicon

    Ég fann mynd af öðrum vaffara:

 http://www.studio-haarala.com/exclusive/slides/konnti%20ja%20vaffari.html

Merkilega líkur þér, maaaaaar. 

Mörður (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 20:42

7 Smámynd: Vaff

Ég biðst afsökunar á þessu, ég á það bara til að hrökkva inn í mig og verða daufgerð ef ég fæ ekki jákvæða hvatningu og virðingu (ferlegt að vera ljón). En núna er allt ok. 

Já Mörður, ótrúleg tilviljun með hinn Vaffarann. Alveg hreint ótrúlegt.  

Vaff, 27.4.2007 kl. 22:25

8 identicon

Á þessi veflókur að svala þorsta aðdáenda þinna þangað til yfir líkur.  Eigum við að þurfa að hafa það fyrir augunum í hvert sinn sem við komum hingað inn í leit af andlegu fæði, þegar þú hótaðir okkur sem elskum þig og dáum að skjóta loku fyrir óborganlega visku þína.

siggi (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband