Kosningar

Þrátt fyrir að engin hafi boðið mér í mat þarna um daginn hef ég ekki gefist upp á skammtaeðlisfræðinni (Quantum Phisics). Ég ætla að gefa þessu meiri tíma, prófa þetta á fleiri sviðum í lífi mínu. Fræðingarnir segja að maður geti áorkað hverju sem er með huganum einum, maður verður auðvitað að trúa því að það sem mann langar í sé mögulegt. Veit ekki hvað klikkaði þarna með matinn um daginn. Ef ég hefði ekki trúað hefði ég tekið gulrótarbuff út úr frysti svona bara til öryggis, það gerði ég hins vegar ekki. Dóttur minni var boðið í mat en ég endaði með að borða salat og ristað brauð, ein. Mér var svo seinna um kvöldið boðið í desert, þannig að kannski virkaði þetta eftir allt. Ég þáði þó ekki þetta ísblóm hjá fr. B því eins og flestir vita er ég í megrun. Ég er einmitt að beita hugarorkunni sem stoðtæki í megruninni. Ég tek þó enga sénsa þar. Ég hitti þess vegna líka litla bróðir minn, sem er svona líkamsræktarþjálfari, þrisvar í viku og lyfti með honum lóðum. Eða ég lyfti lóðum og hann skrifar eitthvað niður á blað og segir; gott hjá þér. Ég styrki þess vegna fjölskylduböndin á sama tíma og ég styrki vöðvanna. Ég fer einmitt að hitta litla bróðir minn í fyrramálið til að lyfta meiri lóðum. Þessi litli bróðir minn er líka söngvari. Ég ætla að muna að spyrja hann í fyrramálið hvort hann hafi einhvern tímann sungið í sturtu. Ég held nefnilega að þetta sé bara rugl með að syngja í sturtu. Ég hef aldrei sungið í sturtu, og hef aldrei heyrt í neinum syngja í sturtu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sá eitt sinn mann syngja í sturtu í bíó. Það lúkkaði vel.

Þú gleymdir að minnast á fiskinn sem ég bauð þér einnig upp á, ekki bara einu sinni heldur tvisvar. Vísindin virka.

Bergþóra vísindakona (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 19:46

2 Smámynd: Vaff

Já ég veit, fólk syngur í sturtu í bíómyndum og auglýsingum en aldrei í alvörunni. 

Já já. Það er vel þekkt trix að bjóða í fisk þegar hin aðilin er búin að borða salat og ristað brauð einn, í myrki.  

Vaff, 3.5.2007 kl. 23:20

3 identicon

Ég sá  nú bróður þinn syngja og lyfta lóðum samtímis um daginn. Það var skemmtilegt. Hann tók Söngvaseið.

maggabest (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband