Í dag er ég full af tilhlökkun og því sátt við lífið. Félagsvísindadeild hefur ákveðið að styrkja mig á mjög spennandi námskeið hjá háskólanum í Essex í sumar. Fr. B ætlar að fljúga með mér til London þar sem við munum eyða nokkrum rómantískum dögum saman áður en ég held á vit tölfræðinnar, hún verður þá eftir hjá bróður sínum. Fr. B hefur stungið uppá því að við förum á listasöfn. Hún virðist því hafa gleymd því að ég ólst upp í Breiðholti og hef ekkert gaman að list. Ég hef bara gaman að því að skoða skrítna útlendinga, versla ódýrar gallabuxur í einhverri risa stórri búð á Oxford street, drekka mikið af ódýrum bjór og hlæja hátt. Nei nei, kannski ýki ég þarna. Svo drekk ég auðvitað ekkert bjór og hef ekki gert í mörg ár, eða alveg frá því að ég uppgötvaði ofnæmið.
Þrátt fyrir upprunann hafði ég nú gaman af David Lynch myndinni sem ég sá á laugardaginn. Fr. B, sem vitnar stöðugt í moggablogg þessa dagana, sagði mér að einhver hefði skrifað að sú mynd væri bara fyrir fólk í Listaháskólanum. Annars er þessi mynd ein sú súrasta sem ég hef séð en mér leiddist ekki í eina mínútu. Ég er loksins búin að fatta atriðið með kanínunum, rosa tengi ég við þær. Ég fór í bíó með Hr. Promazin og fr. B. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem ég fer í bíó á laugardagskvöldi með þessu góða fólki. Þau tvö eru alveg hreint fyrirtaksfólk sem ég þakka guði fyrir að hafa kynnst en þau kunna ekki að vera í bíó, eru nú samt engir unglingar. Það á ekki að tala um það sem er að gerast fyrr en myndin er búin og maður er komin út í bíl, ef þetta hefði verið einhver önnur en þau hefði ég ekki sætt mig við þetta hvísl og fliss.
Þetta er námskeiðið sem ég er að fara á: http://www.essex.ac.uk/methods/courses/descriptions/2b07.shtm
Flokkur: Bloggar | 8.5.2007 | 23:22 (breytt kl. 23:25) | Facebook
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, myndin er afbragð því er ég sammála, sem og þetta laugardagskvöld hjá okkur vinunum.
Tveir mánuðir í London og því vil ég segja cheers mate.
E.s. Áfram vinstri grænir.
Bergþóra (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 17:14
Cheers!
Vaff, 9.5.2007 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.