Á mínu heimili eru allir hressir á föstudagskvöldi. Hér sit ég reyni að leggja lokahönd á ritgerð um refsingar. Ásamt mínum fjölda mörgu störfum sat ég eitt námskeið á önninni sem heitir Sakfræði, og er hluti af MA námskeiðum í félagsfræði og afbrotafræði við H.Í. Þetta námskeið fjallar um refsingar og löggæslu og er virkilega skemmtilegt námskeið sem ég mæli mjög svo með fyrir alla sem hafa áhuga á lagalegu hliðinni á afbrotafræði. Allavega, ég er að fara yfir markmið og tilgang refsinga og skoða ýmsa þætti tengda því. Þetta er áhugavert efni og því ætti ég að hafa gaman að því að skrifa um þetta. En nú er ég komin með nóg, nóg af sjálfri mér. Ég lagði af stað í þetta ritverk mitt með mjög svo mikilvægan punkt sem ég vildi koma á framfæri. En svo les ég greinar og bækur og eftir hverja einustu grein sem ég les er ég komin með nýjan mikilvægan punkt. Ég virðist nánast alltaf vera sammála síðasta ræðumanni. Eina stundina er ég gjörsamlega sammála því að refsingar séu í sjálfu sér vondar og algjörlega óþarfar, og að það eitt að loka hverju einasta fangelsi myndi gera heiminn að góðum stað. Næstu mínútuna er ég hins vegar að færa rök fyrir því að dæma menn í ævilangt fangelsi fyrir einhver smábrot. Nei ok, ég ýki aðeins, ég er ekki fáviti. En ég er samt mjög svo áhrifagjörn sem hefur slæmar afleiðingar á afkastagetu mína þetta kvöldið.
Ég er samt góð. Ég tók próf á netinu þar sem athugaðar eru pólitísk viðhorf. Ég hefði getað lent á sama stað og Hitler en lenti á sama stað og Gandhi og Nelson Mandela. Ég hef því fengið staðfestingu á því sem mig hefur alltaf grunað, ég er góð. Prófið er hér http://www.politicalcompass.org/questionnaire
P.s ég kann ekki að setja svona tengil beint inn. Ég kann samt að baka kryddbrauð.
Flokkur: Vísindi og fræði | 18.5.2007 | 22:58 (breytt kl. 23:27) | Facebook
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hver var þessi Candhi? Einhver flagari maske?
siggi (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 23:13
Gandhi var sko enginn flagari. Hann var alveg ÓTRÚLEGA góður. Hann var meira að segja indverji.
Já og ef þú varst að reyna að gera grín af því að ég skrifaði Gandhi með C i þá heppnaðist það bara alls ekki. Núna hef ég leiðrétt villuna og skrifað Gandhi með G i og þú getur ekki sannað að ég hafi fyrst skrifað það með C i.
Vaff, 18.5.2007 kl. 23:31
Ég varð þess áskynja að þú hefur breytt færslunni og skrifað nafnið hans Ghandi með G. Það var ekki þannig áðan. Áðan var Ghandi skrifað með C-i. Nú halda allir að ég sé lesblindur,já eða geðveikur. Ætli ég geti farið í mál út af þessu?
siggi (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 00:09
Nei þú getur það ekki. Ég vil ekki ræða af hverju.
Vaff, 19.5.2007 kl. 08:52
Margrét gerir mjög fallegar innsláttarvillur, hún skrifaði einu sinni for grying out loud. Mér fannst það fallegt. Það er innsláttarvilla sem ég vildi óska að væri mín.
Bergþóra (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 11:08
Þið eruð öll rugluð og verjið of miklum tíma saman!
Kryddbrauðið góða þrái ég, með miklu smjeri.
Allý (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 11:29
Bergþóra, takk fyrir að minna mig á! Nei en svona, by the way; for grying out loud var ekki innsláttavilla (þetta er enska).
Allý, ekki svona hegðun í dag.
Vaff, 19.5.2007 kl. 11:37
Hey!! Ég er viðkvæm!
p.s þessar samlagningar eru alltof erfiðar. 10 tilraunir við hvert komment tekur allan vind úr mér.....
Allý (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 14:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.