Ég finn fyrir sátt í hjarta með núverandi ríkisstjórn. Það er einmitt mikilvægt fyrir samfélagið að stór hluti þjóðarinnar sé sátt við ríkisstjórnina, ég tel líklegt að svo sé. Auðvitað eru einhverjir í fýlu. Það er aldrei hægt að gera öllum til hæfis.
Hvað varðar ráðherraskipan, þá er það nú bara eins og það er. Svona í heildina litið er þetta bara fínt held ég. Ég er mjög sátt við Jóhönnu í félagsmálaráðuneytinu. Það kom mér pínulítið á óvart að sjá Björn áfram í dómsmálaráðuneytinu, en kannski bara naive að vera eitthvað hissa á því. Ég hef mikla trú á Guðlaugi Þór sem heilbrigðisráðherra. Ég veit að margir vildu sjá Ingibjörgu sem forsætisráðherra. En fyrir utan að vera kona þá er Ingibjörg nú líka bara manneskja og við höfum reynslu af þeirri manneskju að stjórna borginni. Ingibjörg er frábær fyrir jafnréttisbaráttuna því eins og við vitum þá segjast flestir styðja jafnrétti kynjanna en hún gerir það í alvöru. Stærsta hlutfall þjóðarinnar vildi sjá Geir sem forsætisráðherra, þetta er því bara eins og það á að vera. Það besta er samt að núna munum við kannski þurfa að sjá minna af Össuri í einhverjum skólakrakka byssuslag. Steingrímur J. mun halda áfram að gagnrýna, en það hefur líka alltaf verið svo miklu skemmtilegra að hlusta á Steingrím heldur en Össur.
Ég hef stundum hugsað hvort það sé ekki einfaldara að fussa og sveia á hliðarlínunni heldur en að þurfa í alvöru að taka ákvarðanir og bera ábyrgð á þeim. Ég hlakka til að sjá hvort það sé eitthvað varið í þetta S lið.
Já og eitt enn, ég vona að Jón Sig. hafi sjálfur tekið ákvörðun um að hætta og hann langi virkilega ekki til að standa í þessu lengur. Þrátt fyrir að hann hafi ekki alltaf komið vel út í fjölmiðlum held ég nú samt að Jón hafi verið eitt það besta í boði hjá Framsókn. Af hverju fór Guðni ekki? Kannski vegna þess að hann er furðufugl, fólk hefur gaman af þannig fuglum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 23.5.2007 | 11:02 | Facebook
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.