Í gærkvöldi dó tölvan mín. Ég veit ekki af hverju. Ég var ekkert að skoða neitt dónalegt á internetinu, ég var bara í mesta sakleysi að skoða bók á amazon. Í dag fór ég til Sigga og hann tilkynnti mér að ALLT á tölvunni minni væri horfið. Það var mín lukka að ég hugleiddi í morgun, og las andlega uppbyggilega bók á kaffihúsinu í hádeginu. Því annars hefði ég fengið taugaáfall. Ég er í jafnvægi og veit að þetta verður í fína lagi.
Planið var að skrifa um mikilvægar uppgötvanir mínar um ástina, en nú get ég varla gert það þar sem ég er tölvulaus. Ég er bara í heimsókn hjá fr.B. Fr. B hjálpaði mér með þessar uppgötvanir. Það er dónalegt að hanga í tölvunni þegar maður er í heimsókn. Annars er fr. B bara að vaska upp. Það er nú heldur ekkert til fyrirmyndar. Hún hefur ekki einu sinni boðið uppá kaffi og súkkulaði.
Ok, verð að fara fr. B. er farin að beita þögninni.
Flokkur: Tölvur og tækni | 28.5.2007 | 20:09 | Facebook
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þekki menn sem þekkja menn sem sérhæfa sig í að ná til baka sem mestu af gögnum ef þú þarft hjálp við það. Eða getur bang bangarinn bjargað þér?
Baldvin Jónsson, 28.5.2007 kl. 22:49
Uhhh Baddi HÆ!!!! Allý heiti ég, höfum við hist??
Annars hef ég núna Sigurð grunaðan um græsku. Ég hef einmitt líka farið til hans með lasna fartölvu og hann borið mér þau sömu tíðindi að öll mín vinna sé farin í vaskinn. Svo hló hann að mér og sparkaði í mig þar sem ég lá grátandi á gólfinu. Svo dönsuðu hann og Hórkonan frú Sigríður í kringum mig og söngluðu: "Bara fífl taka ekki bakköp, bara fífl taka ekki bakköp............. " Kannski er þetta einhver evil djókur hjá honum og hórkonunni.
En ef ekki..........þá vil ég gjarnan hitta vini þína Baldvin.
Allý (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 23:05
Baddi, takk fyrir upplýsingarnar.
Allý, Sigurður er góður. Þrátt fyrir lauslæti Frú Sigríðar held ég að hún sé með hjartað á réttum stað.
Vaff, 29.5.2007 kl. 11:30
Ég veit nú ekki á hvaða stað það er eiginlega, þetta hjarta. En það er allavega með lífsmarki, sem er framför.
Frú Sigríður (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 15:43
Já ég veit það ekki heldur Frú Sigríður. Ég hef bara heyrt fólk segja svona, þú veist að einhver sem er góður sé með hjartað á réttum stað. Eins hef ég heyrt fólk tala um að einhver sé með fallegt hjarta. Ég var nú bara síðast í gær í saumaklúbb þar sem talað var um þig. Þá var sagt; já ég myndi aldrei treysta henni einni með manninum mínum en hún er með voða fallegt hjarta.
Vaff, 1.6.2007 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.