Lífið

Í dag er ég ástfangin. Ég er ástfangin af lífinu sjálfu. Allt er eins og það á að vera.

Ég er ekki alveg viss um hvað það er nákvæmlega sem færir mér þessa gleði. Kannski er það að ég hef náð að fara út að hlaupa þrjá morgna í röð. Eða að Paris Hilton sé á leiðinni í fangelsi. Eða bara að það er komið sumar. Víhíhí!

Kannski finnst einhverjum þessi bloggfærsla mín púkaleg, eða jafnvel barnaleg. En þegar maður er ástfangin er manni alveg sama hvað öðrum finnst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg er ég handviss um að lífið er ástfangið af þér

Bergþóra (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 00:36

2 Smámynd: Vaff

Takk fyrir að segja þetta.

Vaff, 1.6.2007 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband