Kaupsýsla

Undanfarin ár hef ég fengið endurskoðanda til þess að sjá um mín skatta uppgjör. Þegar ég borgaði endurskoðandanum reikninginn í fyrra hugsaði ég með mér að þetta væru ansi miklir peningar til þess að vera að borga einhverjum fyrir að gera vinnu sem ég gæti svo hæglega gert sjálf. Í ár sá ég um mín skil sjálf. Ég var mjög ánægð með mig þangað til ég fékk sent kvörtunarbréf frá skattinum, í raun hálfgert hótunarbréf. Ég fór því á fund skattstjórans. Ég hugsaði með mér að sá orðrómur að starfsfólk skattstjórans væri allt upp til hópa dónalegt væri einmitt bara orðrómur, gömul goðsögn. Ég var því létt á fæti þegar ég valhoppaði upp stigann og hugsaði með mér að þegar að ég væri búin að útskýra mál mitt fyrir skattmanninum myndum við hlæja saman að þessu öllu saman og hann segja mér að þetta væri allt í góðu. Hann myndi segja „farð þú bara og fáðu þér cappuchino, ég skal sjá um þetta leiðindardót”. Ég kom inná skrifstofu og sagði manninum, sem var kona, að ég væri í raun ekki með fyrirtæki, og að ég hefði bara ekki fattað að það ætti að gera þetta svona eða hinsegin. Ég er bara svona verktaki, tek að mér verkefni. Svo brosti ég. Konan brosti ekki. Þegar hún sagði mér að það færi ekkert á milli mála að ég væri með sjálfstæðan rekstur leið mér eins og ég væri sjö ára. Ég sagði því „ó, fyrirgefðu, ég skal laga þetta”. Svo fór ég. Ég hringdi í vinkonu mína sem er rétt eins og ég sjálf kaupsýslukona. Ég spurði hana ráða um svona kostnað, hagnað, reiknuð laun og annað slíkt. Hún sagði mér að fá mér endurskoðanda.  Á næsta ári verður þetta ekkert mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

ha ha ha ha ha, ahahahahahaha

Bara stuð - lífið er svo einfalt. Bara skattmann sem gerir það flókið held ég.....

Baldvin Jónsson, 2.6.2007 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband