Kynlíf

Í mörg ár hef ég einmitt furðað mig á því að konur skuli nota þessa svokölluðu P pillu. Það er mín reynsla að þegar þessum hormónum er neytt sé engin þörf á getnaðarvörn lengur þar sem hún drepur alla löngun í kynlíf. En ef ekki pillan hvað þá, er spurt á mbl.

Nú til dæmis er hægt að nota koparlykkjuna. En reyndar er varla þörf fyrir getnaðarvörn þegar hún er notuð þar sem blæðingar standa þá nánast yfir í þrjár vikur í hverjum mánuði. Hægt er að nota hormónalykkjuna með staðbundnum hormónum. En þrátt fyrir staðbundna hormóna fara þeir samt útí blóðið og valda sömu, en vægari, aukaverkunum og pillan. Hægt er að nota smokkinn. En þar sem mörgum þykir hann mjög svo púkó kemur hann frekar í veg fyrir getnað með því að drepa alla stemmningu. Hægt væri að nota hettuna, ef það væri ekki búið að taka hana af markaði. Fyrir utan hin og þessi óþægindi sem þessar getnaðarvarnir valda þá er þetta allt saman fokdýrt.

Eftir þessar litlu vangaveltur mínar væri ég til í að heyra í fólki sem hefur verið að tauta um það að það ríki jafnrétti á milli kynjanna í vestrænum samfélögum. Mig langar nefnilega til að vita hvers vegna hormónapillan fyrir karla hefur ekki verið sett á markað. Já já það er löngu búið að framleiða hana.

Persónulega vill ég ekkert endilega að karlar fari að nota hormóna. Mér þykir vænt um marga karla, og vill þeim ekkert illt. Mér finnst bara súrt að svo margir telji það sjálfsagt að konur noti getnaðarvarnir sem dragi úr lífsgæðum þeirra.

Á mínum yngri árum þótti ég bæði uppátækjasöm og hress. En með auknum þroska hef ég lært að forðast þetta fyrirbæri. Kynlíf er gjörsamlega ofmetið. Þetta þótti voða smart á níunda áratugnum en er síður en svo eitthvað módern. Glætan að einhver í París sé enn að stunda kynlíf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað varð um gömlu góðu - rofnar samfarir - getnaðarvörnina? Það er eins og enginn kannist við hana lengur. Já já það hafa svo sem ófá börn fæðst í kjölfar hennar en þetta er bara svo töff heiti á getnaðarvörn.

Bergþóra (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 20:37

2 identicon

Cybersex er kynlíf 21. aldarinnar.  Það er algert æði.  Eftir að ég fór að stunda cybersex grimmt með hinum og þessum á MSN contact listanum mínum, hef ég verið reglulega hamingjusamur.  Jú, einhverjir hafa blokkað mig eftir að ég birti mynd af dýrasta djásninu mínu í prófíl, en það eru nú bara einhverjir sem ég ætlaði hvort eð er að henda út í hafsauga.

siggi (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 21:41

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Epli.  Epli er án nokkurs vafa besta getnaðarvörn sem völ er á.

Fólk á að hætta þessu svitakófi og subbuskap.  Það er svo miklu rómatískara að fá sér bara epli saman

Kynlíf er bara eitthvað svo Eighties.....

Baldvin Jónsson, 7.6.2007 kl. 21:59

4 identicon

Bíddu bíddu.....

Hver var það sem talaði fjálglega um gæði og dásemdir Duran Duran stellingarinnar um daginn?  

Allý (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 17:51

5 identicon

Og já. Aðrir sem hér kommenta eiga von á börnum. Hræsnarar! Kynlífið lifi. Eða kannski er ég bara svona ung ennþá..... ég hef heyrt í námi mínu að löngunin dvíni þegar fólk er komið á aldur.

Allý (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 17:53

6 identicon

Sammála öllu sem þú segir með pilluna. Hef ekki notað þetta helvíti í 10 ár eða meira og bara engar takk. Þetta er rugl.

Besta getnaðarvörnin er vissulega skírlífi enda er þetta alveg satt hjá þer. Kynlíf er ekki bara næntís og púkó heldur verður karlpeningurinn rosalega asnalegur í framan þegar hann er að þessu. Það hefur mér alltaf þótt verst. Að sjá karlmann fá "það" lætur mig missa alla virðingu fyrir honum. Hvernig er hægt að horfa framan í þannig andlit hugsa svo um þetta sama andlit á þingi? Ha? NEI! 

ps.

hvað er Duran Duran stelling? 

magga frænka best (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 05:06

7 identicon

Það hlær og skríkir í mér.  Þú ert svo prýðileg Magga frænka Best.   

siggi (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 16:06

8 Smámynd: Vaff

Magga Best; loka augunum!!! Annað er klám.

Vaff, 11.6.2007 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband