Ég bara spyr!

 

imagesÉg, eins og aðrir, bý í samfélagi með fullt af óskráðum reglum. Oft eru reglurnar þannig að engum dettur í hug að spyrja sig að því hvers vegna hlutirnir séu á einn veg en ekki annan. Ein af þessum reglum er konur eiga aðeins að hafa hár á höfði. Þangað til fyrir nokkrum árum var nóg að konur fjarlægðu hár undir höndum og fótum. Í dag er það ekki nóg. Umræðan um þessa nýjung varð töluverð fyrir nokkrum árum. Talað var um tískubylgju. Brasilískt vax varð víst vinsælt hjá ungum konum. Ég man eftir að hafa hlegið dálítið af þessu í einhverju kvennaboði og að ein hristi höfuðið og furðaði sig á því hvað konur væru að láta hafa sig út í. Ég hef orðið vör við það á mínum ferðum í líkamsræktina að þetta hefur ekki gengið yfir.

 

Þegar ég hef spurst fyrir um þetta hef ég heyrt fólk tala um ástæður eins og þægindi og þrifnað. Sjálf held ég mér nokkuð hreinni með því að fara í bað daglega. Og þægindi? Tja, ég hef einu sinni séð svona brasilískt vax í sjónvarpinu og það virkaði mjög lítið þægilegt. Stundum hef ég leyft mér að safna hári undir höndum og á fótum. Ég segi leyft mér vegna þess að mér finnst það mikill munaður að sleppa þessum rakstri. Einu óþægindin við að raka mig ekki á þessum stöðum er hvað ég er rosalega meðvituð um að það sé alveg hreint stranglega bannað. En þegar ég sleppi því spara ég bæði mikinn tíma og peninga. Allar háreyðingarvörur eru rándýrar. Þær geta verið rándýrar þar sem fyrir svo rosalega margar konur og eru þær nauðsynjavörur.

 

En ég er jafn mótuð og aðrir og á þess vegna sjálf til dæmis rosalega erfitt með það að fara í sund þegar ég hef verið að leyfa mér að slaka á.

 

Ég man ennþá eftir því þegar ég sat á veitingarhúsi fyrir þó nokkrum árum síðan með samstarfsfélögum mínum, sem flestir voru karlar, og talið barst að líkamshárum kvenna. Ég sagði að líkamshár kvenna væru auðvitað í sjálfu sér ekkert óæskileg eða ljót heldur væri bara búið að móta okkur til þess að finnast það. Ég sagði að mér þætti það svo sem ekkert skrítið þar sem það væri rosalegt hagsmunamál fyrir svo marga að líkamshár kvenna (já og reyndar karla líka, t.d. hef ég aldrei séð vel hært karlmannsbak í neinni auglýsingu eða bíómynd) þættu óæskileg. Þeir karlar sem sátu við borðið litu auðvitað á mig eins og ég hlyti að vera orðin eitthvað biluð. Svo var ég einmitt spurð að því hvort ég væri kannski svona femínisti. Ég var samt ekki að vinna á dekkjaverkstæði á þessum tíma heldur hjá fjölmiðli.

 

Stundum velti ég því fyrir mér hvort klámiðnaðurinn sé í samstarfi við fyrirtæki í háreyðingabransanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst nú bara krikaloð og nárahár svona frekar töff. En það er náttúrulega minn persónulegi smekkur. Sumar fíla móhíkanann, sumar hjartað, sumar RÚV merkið og sumar ekkert. Loðið karlmannsbak finnst mér hinsvegar törnoff mikið. Og loðnir innanlærisvöðvar kvenmanna. 

maggabest (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 23:54

2 identicon

Mér finnst ekkert eins ljótt og fullvaxta kona án píkuhára, ekki einu sinni að skilja eftir litla klámrönd slær það út. Í ræktinni horfi ég vorkunnsömum augum á þær vesalings konur sem halda að þær séu ægilega smart án píkuhára en eru í raun eftirlíking af klámkellingum. 

Bergþóra (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 00:51

3 identicon

Það er mynd af typpalingi á síðunni þinni Margrét! Híhíhíhí ........ typpi.

siggi (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband