Rosalega langt blogg

Katrín Anna sem hefur undanfarin ár starfað sem talskona Femínistafélags Íslands er að fara að snúa sér að öðrum verkefnum. Ég hef beðið með smá eftirvæntingu að sjá hver tæki við. Í dag komst ég að því að það er engin önnur en vinkona mín hún Auður Magndís. Þetta eru góðar fréttir því þessi unga kona er með einsdæmum klár, hugrökk og fyndin, rétt eins og Katrín Anna. Ég er nokkuð viss um að talskonu starfið sé ekki fyrir hvern sem er, að það þurfi alveg einstaklega sterka manneskju til þess að sinna því vel. Mér finnst Katrín Anna hafa staðið sig eins og hetja og hef trú á því að Auður muni geri slíkt hið sama.  

Ég hef stundum heyrt því fleygt fram að femínistar hafi aðeins skaðað jafnréttisbaráttuna. Þá hefur verið bent á einhver dæmi sem þykja ýkt eða sem einhverjum þykja skerða frelsi. Til dæmis hefur kona sem hefur doktorsgráðu í fjölmiðlafræði og starfar m.a. sem stundakennari við háskólann verið nefnd sem dæmi.

Samkvæmt skilgreiningu Femínistafélags Íslands þá er femínisti karl eða kona sem veit að jafnrétti hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því. Ég hef venjulega skilgreint mig sem femínista en finnst ég stundum ekki alveg falla undir skilgreininguna þar sem ég upplifi ekki að ég sé markvisst að vinna að jafnrétti alla daga. En ég er á þeirri skoðun að það sé ekki jafnrétti á milli kynjanna, og reyni eftir fremsta megni að bæta stöðuna og þá sérstaklega vera sjálf meðvituð.

Fullt af fólki skilgreinir sig sem femínista og fullt af fólki tekur þátt í starfi Femínistafélagi Íslands. Ég hef ekki sömu skoðun á öllum málum og allir femínistar, ég hef örugglega ekki sömu skoðun á því hver sé besta leiðin til þess að berjast fyrir jafnrétti og allir femínistar eða hvenær jafnrétti sé náð. En á meðan ég er ekki sjálf að koma með neina lausn, eða að berjast, þá finnst mér ég ekki vera í stöðu til að standa á hliðarlínunni og gangrýna aðferðir þeirra sem eru að gera það.

Ég er oft upptekin af forskriftum samfélagsins. Á sama tíma og mér finnst þær alveg sérstaklega áhugaverður geta þær líka valdið mér mikilli gremju. Þetta eru þær fyrirfram gefnu hugmyndir sem flest okkar hafa um eðlislægan mun á körlum og konum, sem ég tel að sé ekkert endilega til staðar. Þar sem ég er á fertugsaldri hef ég orðið þess vör að karlar og konur eru líkamlega ólík, og ætla ekki að þræta við nokkurn mann um það. Konur og karlar hafa líka oft ólíka persónueiginleika, en ég er þess fullviss að þar spilar félagsmótun stóran þátt. Margir karlar eru ólíkir mörgum konum, en margar konur eru líka ólíkar mörgum konum. Þessi gremja mín hefur orðið til þess að ég er ekki alltaf vinsælasta stúlkan í boðum þar sem ég sé mig iðulega tilneydda til að leiðrétta fólk þegar það byrjar með sína “karlar eru frá Mars og konur frá Venus” frasa.

Ég hef stundum spáð í því af hverju sumt fólk gagnrýnir aðferðir Femínistafélags Íslands af eins mikilli hörku og reiði og hefur stundum verið gert. Ég skil að það eru einhverjir sem telja að það sé jafnrétti sé núþegar til staðar og þess vegna þurfi ekkert að berjast fyrir því en ég skil samt ekki hörkuna í gagnrýninni. Sumir upplifa ef til vill að það sé verið að taka eitthvað frá því, t.d. aðgang að klámi eða hærri laun fyrir sömu vinnu.

Ég tel að svona almennt séð hafi starf femínista innan Femínistafélags Íslands vakið marga til meðvitundar um það að fólk verður að hafa frelsi til þess að hafna klámi. Þegar klám er út um allt, t.d. í auglýsingum, við kassann í 10-11 hefur fólk lítið frelsi til að velja það ekki. Eins verður fólk að fá að hafa frelsi til að gera það sem það langar til að gera óháð því hvort það teljist kvenlegt eða karlmannlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er fyrsta athugasemd mín af ellefu við þessa færslu.

siggi (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 20:31

2 identicon

Þetta er önnur athugasemd mín af ellefu við þessa færslu.

siggi (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 20:31

3 identicon

Þetta er þriðja athugasemd mín af ellefu við þessa færslu.

siggi (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 20:31

4 identicon

Þetta er fjórða athugasemd mín af ellefu við þessa færslu.

siggi (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 20:32

5 identicon

Þetta er fimmta athugasemd mín af ellefu við þessa færslu.

siggi (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 20:32

6 identicon

Þetta er sjötta athugasemd mín af ellefu við þessa færslu.

siggi (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 20:33

7 identicon

Þetta er sjöunda athugasemd mín af ellefu við þessa færslu.

siggi (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 20:33

8 identicon

Þetta er áttunda athugasemd mín af ellefu við þessa færslu.

siggi (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 20:34

9 identicon

Þetta er níunda athugasemd mín af ellefu við þessa færslu.

siggi (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 20:34

10 identicon

Þetta er tíunda athugasemd mín af ellefu við þessa færslu.

siggi (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 20:35

11 identicon

Þetta er ellefta athugasemd mín af ellefu við þessa færslu.

siggi (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband