Morgunblogg

FluggerRétt áður en ég vaknaði dreymdi mig að ég væri að vakna. Ég fór fram úr hellti uppá kaffi og kveikti á tölvunni. Ég opnaði þessa síðu og sá að það voru 11 komment við síðustu færslu. Ég hugsaði; 11 komment!! Þetta hlýtur að vera draumur. Og það var það því stuttu síðar vaknaði ég. Þegar ég vaknaði hellti ég uppá kaffi og sá að það var engin mjólk til og labbaði því útí búð. Þegar ég var komin útí búð sá ég annan Flugger bróðurinn. Ég hugsaði; bíddu bíddu, Flugger bróðirinn!!! Þetta hlýtur að vera draumur. En ég vaknaði ekki því ég var þegar vöknuð. Þegar ég áttaði mig á því að þetta væri ekki draumur byrjaði ég að svitna, eins og maður gerir þegar maður sér einhvern frægan. Ég sagði við sjálfa mig að núna myndi reyna á mig hvort ég þori að lifa lífinu lifandi. Og ég lét bara vaða. Ég sló í Flugger bróðirinn og sagði; bara alltaf að mála!!! Svo hló ég. Ég hló alla leiðina heim úr búðinni. Ég er hlæjandi líka núna. Það er ferlega fyndið að vera ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er flugger? Ég veit hvað bróðir er, það er Daði, en ég veit ekki hvað flugger er. Fljúgandi gerlar?

Frú Sigríður (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 20:21

2 Smámynd: Vaff

Fljúgandi gerlar? Nei aldeilis ekki. Flugger er málning.

Vaff, 19.6.2007 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband