Grínstelpan mikla

Dóttir mín er mikil sögukona. Hún á það einmitt til að segja fólki sem við hittum sögur eða jafnvel brandara. Iðulega byrjar hún voða spennt með alveg hreint frábæra gamansögu tilbúna. En svo þegar hún er komin inní miðja sögu man hún ekki alveg eitthvað eitt atriði og byrjar þess vegna bara uppá nýtt. Ég held að hún voni að sagan muni rifjast betur upp fyrir henni ef hún segir hana aftur. Auðvitað þarf hún að útskýra á mjög nákvæman hátt tengsl sín við hverja einustu manneskju sem kemur fyrir í sögunni. Þegar þetta gerist stend ég og brosi breitt. Það sem gleður mig mest er að fylgjast með þeim sem er að hlusta. Best er þegar hún segir einhverju sem við þekkjum lítið sögu, einhverjum á hraðferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

María er alveg afburða skemmtilegt eintak af manneskju og er hún einmitt gott dæmi um epli sem fellur ekki langt í burtu frá eik sinni.

siggi (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 12:24

2 identicon

Ég hef einmitt "lent" í dóttur þinni og það oftar en einu sinni. Ég þakka Guði fyrir að ég var ekkert að flýta mér þegar hún sagði páfagaukabrandarann.

Bergþóra (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 20:22

3 Smámynd: Vaff

Takk Siggi.

Bergþóra, ég veit. Ég lofa að senda hana á Dale Garnegie námskeið um leið og tækifæri gefst.

Vaff, 23.6.2007 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband