Dr. Margrét

LæknirinnÉg á vinkonu sem er hjúkrunarfræðingur. Þegar hún er spurð segist hún iðulega starfa við að bjarga mannslífum. Stundum fæ ég þessa sömu spurningu. Þrátt fyrir að svar mitt sé nánast aldrei það sama segi ég alltaf satt. Ég er ýmist félagsfræðingur, verkefnastjóri, fræðikona, meistaranemi, aðstoðarkona, kennari eða eitthvað því um líkt. Þegar ég sit hérna á skrifstofunni minni og hugleiði vinnuna og lífið er það nokkuð ljóst að ég er læknir. Ég lækna samfélagið af sjúkleika sínum. Mér þætti þess vegna vænt um að fólk byrji núna að sýna mér þá virðingu sem ég á skilið.

Með fyrirfram þökk og kærleikskveðju,

Margrét Valdimarsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahahahaha læknirinn flissar að svona hjali. 

Allý (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 12:09

2 identicon

Já, þarna mælir þú orð að sönnu Magga mín. Þú hefur ósjaldan læknað hjartasár mín og lífsins sársauka fólks í vanda. Ekki taka mark á Allý, hún er enn læknanemi og getur því ekki fyllilega greint á milli alvörulækna eins og þín og hinna sem kunna ekki að setja upp CVK í ósæð lífsins.

Bergþóra (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 14:12

3 Smámynd: Vaff

Já hvernig sem þetta er þá erum við a.m.k. allar í sama bransanum, í bransanum að bjarga mannslífum.

Vaff, 3.7.2007 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband