Vinsældir á blog.is

Það er mér gjörsamlega ómögulegt að skilja hvers vegna ip tölvur sem hafa heimsótt þessa síðu í dag eru núþegar yfir 100. Minn daglegi lesendahópur er yfirleitt um 20 ip tölvur, sem er ca 3 vinir mínir, mamma og vinkonur hennar.
 

Ég hef ekki tekið upp formúlu hinna vinsælu moggabloggara. Ég hef komist að því að lauslega má skipta þessari formúlu í fernt.

1. Þú setur tengil á hverja einustu frétt sem birtist á mbl.is og skrifar svo t.d. “en agalegt!”

2. Þú brýtur trúnað við allar vinkonur þínar og segir frá neyðarlegri reynslu þeirra á kynlífssviðinu (eða skáldar bara eitthvað kynlífs rugl).

3. Þú ert fræg/ur.

4. Þú ert yfirlýstur femínisti (ég er auðvitað femínisti en hef lítið fjallað um jafnréttismál á þessum veflók hingað til).

 

Hvað sem það er þá vakna núna hjá mér nokkrar spurningar.

1. Verður maður að taka þátt í svona klukk leik, og ef svo er, hvað á maður aftur að gera ef maður er klukkaður?

2. Þarf Morgunblaðið leyfi til að birta brot af blogginu mínu í blaðinu sínu, og ef svo er, fær maður þá einhvern pening?

3. Er við hæfi að finna betri mynd af mér, kannski mynd þar sem ég hef sett stút á varirnar?

4. Eru haldin einhver moggablogg partý þar sem boðið er uppá ókeypis veitingar?

5. Er hægt að reka fólk af netinu fyrir að gera stafsetningavillur?

Þetta er svona það helsta.

Takk. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er ekki Bhurkan að gera sig bara?

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.7.2007 kl. 14:38

2 Smámynd: Vaff

Jú kannski. Blár hefur alltaf farið mér vel. En virka ég kannski pínu feit í þessu dressi? 

Vaff, 30.7.2007 kl. 14:46

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Öll neðanbeltisskrif hjálpa uppá "vinsældir" ef það (vinsældir) er e-ð sem þú sækist eftir

Marta B Helgadóttir, 30.7.2007 kl. 14:46

4 Smámynd: Vaff

Satt best að segja hélt ég bara að markmiðið ætti að vera að auka vinsældir sínar. Mér hefur ekki gengið nógu vel í því í mannheimum og er því að þreyfa fyrir mér hér á þessum svo kallaða veraldarvef. 

Takk fyrir þessar upplýsingar. Héðan í frá mun ég hugsa til ykkar með hlýju í hjarta.  

Vaff, 30.7.2007 kl. 15:31

5 identicon

Þú ert ip tölva!

siggi (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 18:16

6 identicon

Er það virkilega, ert þú ip tölva, Vaffari maaaaaaar?

Frú Sigríður (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 22:10

7 Smámynd: Vaff

Ég veit það ekki. Ég veit ekkert um svona tölvudót. Siggi segir það og hann veit um tölvur. 

Hvað er það eitthvað ömurlegt?  

Vaff, 30.7.2007 kl. 22:38

8 identicon

Skárra en að vera DNS eins og ég. Það segir Siggi alla vega, hann veit allt um svona tölvudót.

Berg.óra (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband