Vel valið hjá Guðlaugi Þór

Þar sem að Þórólfur er fræðimaður sem ég hef fengið að kynnast og ber mikla virðingu fyrir gat ég ekki setið á mér að setja inn athugasemd við þessa frétt (þrátt fyrir að athugasemdir við fréttir sé almennt gegn minni bloggstefnu). Ég hef hér annars ekkert meira um málið að segja. 

Á morgun flýg ég heim til Íslands, sem er gott. Þetta hefur verið ágætlega lærdómsríkt en er orðið bara fínt í bili. Ég hef bætt aðeins þekkingu mína á tegundum logaritmískrar aðhvarfsgreiningar og fengið að kynnast Stata tölfræðiforritinu. 

Ég var búin að sjá fyrir mér langt og leiðinlegt ferðalag frá háskólanum til Heathrow á morgun (ein leigubílsferð og tvær lestarferðir með farangur) en hef fundið góða stúlku sem er að fara í áttina að flugvellinum á morgun og ætlar að skutla mér þangað í leiðinni. Nick Cave hafði því greinilega aldrei hitt þessa stúlku þegar hann samdi People just ain´t no good.

Sjáumst fljótlega.


mbl.is Þórólfur Þórlindsson nýr forstjóri Lýðheilsustöðvar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband