Elvis has left the building!

Elvis-Poster-C10083692Smekkur minn fyrir tónlist hefur breyst töluvert í gegnum tíðina, já líklega rétt eins og ég sjálf. Það sem hefur hins vegar ekki breyst frá því að ég var krakki er ást mín á tónlist Elvis Presley. Það má með sanni segja að ég sé Elvis Fan. Þegar ég hef upplifað þá tilfinningu að allt í þessum heimi sé gjörsamlega tilgangslaust, og best væri að ljúka þessu öllu saman af sem fyrst, hef ég leitað huggunar í undurfagra rödd Elvisar. Það er líklega ráð að taka það skýrt fram að þessi tilfinning kemur ekki oft upp og þegar hún gerir það varir hún stutt.

Ég var að lesa um væntanlega minningartónleika Elvis Presley í Salnum – Kópavogi þar sem Friðrik Ómar og hljómsveit munu troða upp. Gestasöngvarar eru Margrét Eir, Heiða Ólafs og Regína Ósk. Ég hef sjaldan verið eins móðguð og þegar ég las þessa frétt. Ég á ekki von á að neinn Elvis aðdáandi með snefil af sjálfsvirðingu muni láta sjá sig á þessum tónleikum.

Sjálf mun ég heiðra minningu Elvisar með því að missa mig í ofát, eða ef til vill er réttara að segja, að sleppa mér í ofát, eða jafnvel, leyfa mér smá ofát.

Ok, þegar ég lít yfir þennan texta sé ég að þetta er ef til vill ekki mjög fallegt að segja svona á internetinu. Ég tek því allt tilbaka sem gæti sært einhvern sem þekkir einhvern sem er einhver sem kemur við sögu í þessum litla textabroti. Ég ætla samt ekkert að stroka þetta út. Ég ætlar heldur ekkert á þessa tónleika. Og ég ætla ennþá að fá mér mæjónes og beikon svona í tilefni af því að það er 30 ár síðan Elvis dó. Reyndar er gaur sem býr í litlu húsi á afskekktum stað í litlum bæ í Noregi sem margir telja að sé Elvis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

AMEN!!!  Elvisinn hefði nú velt sér í gröfinni yfir þessu Júróvísion fári öllu ef hann væri dauður.  Lengi lifi kóngurinn (tja eða prinsinn, Cash er nú eiginlega kóngurinn er það ekki??).

Baldvin Jónsson, 14.8.2007 kl. 01:42

2 identicon

Ég skal bjóða þér á konsertinn Margrét!

Allý (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 20:04

3 Smámynd: Vaff

Allý ertu til í að leggja peninginn bara inná mig í staðinn. Ég er í banka 137. Takk.

Valdís, ég fékk þessa uppskriftarbók einmitt í afmælisgjöf fyrir um það bil 10 árum. En þar sem ég er viðkvæm fyrir transfitu hef ég ekki eldað uppúr henni lengi.  

Vaff, 15.8.2007 kl. 17:55

4 Smámynd: Vaff

Mig minnir að hún heiti Fit for a King, en ég veit ekki hvar mitt eintaka er niðurkomið. 

Krúttkynslóð? Ég? Aldeilis ekki. Ég hef verið í aðhaldi frá 13 ára aldri. Ég er af þeirri kynslóð.

Vaff, 16.8.2007 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband