Markaðsmál eru í engu sérstöku uppáhaldi hjá mér. Meira segja finnst mér orðið markaðsmál frekar fráhrindandi, enn verra finnst mér orðið promo. Kona sem ég þekki sagði mér um daginn að maðurinn sinn væri markaðsstjóri. Það fyrsta sem mér datt í hug var framhjáhald. Ég sagði samt ekkert við hana, það hefði ekki verið viðeigandi. En samt. Ég spái heilmikið í auglýsingar, og legg mig sérstaklega fram við að versla ekkert sem mér finnst markaðsett á ósmekklegan hátt. Ég mun til að mynda aldrei ganga í fötum frá Sisley. Þegar ég svo sé auglýsingu sem er mér að skapi þá reyni ég að versla vöruna sem er verið að auglýsa, stundum meira að segja þó að mig vanti ekkert það sem er verið að auglýsa.
Auglýsingarnar hans Hugleiks fyrir átakið Frítt í strætó átakið eru mér að skapi. Ég er búin að fylgjast vel með þessum auglýsingum. Þar sem ég er líka nemi hef ég verið að falast eftir frekari upplýsingum varðandi þessa nýjung. Ég fékk svo póst sem sagði frá því að háskóla frítt í strætó kortin væru ekki tilbúin. Ég hef haft áhyggjur af þessu síðustu daga, þ.a.s. að kortin yrðu tilbúin seint, að ég muni missa af kortunum þegar þau svo koma, hvar ég geti fengið nákvæmar upplýsingar um hvenær þetta hefst, hvort ég þurfi sérstaklega að sækja um kort og hvort það sé eitthvað sem ég þurfi að vita varðandi Frítt í strætó en viti ekki.
Ég var bara rétt í þessu að gera mér grein fyrir því að ég á bíl. Ég hef ekki tekið strætó síðan að ég eignaðist bílinn minn, ég hafði ekki gert neinar áætlanir um að selja bílinn minn. Þetta er að ég held gott dæmi um hvernig æskuárin hafa mótað mig. Ég ólst nefnilega upp í Breiðholti. Upp í Breiðholti eru ókeypis hlutir aldrei afþakkaðir. Ég hélt að allir færu út að borða í Hagkaup á föstudögum. Ég hélt að það væri eðlilegt að fara með alla fjölskylduna og láta hana smakka þangað til að allir væru pakksaddir. Ég hef lært af reynslunni að það er nánast ómögulegt að verða södd af smakkinu í Melabúðinni.
Já það er sko aldeilis rétt að þú getur tekið stúlkuna úr Breiðholtinu en þú getur ekki tekið Breiðholtið úr stúlkunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 20.8.2007 | 15:21 | Facebook
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er mjög þakklát fyrir það að Breiðholtið fer ekki fet, það hefur ósjaldan komið sér vel. T.d. þegar e-r er að angra mig og þú lemur viðkomandi eða allavega hótar því, þá er málið dautt. Einnig þegar við erum að ganga úti seint um kvöld og þú ert hættulegasta mannveran í kílómeters radíus frá mér.
Bergþóra (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 21:00
Þar sem ég hef aldrei lagt hendur á nokkurn mann kemur það mér alltaf jafn mikið á óvart að hótanir mínar um barsmíðar skuli bera árangur. Árangur þá í að fá fólk til að haga sér eftir mínu höfði. Já og líka þar sem ég er 160 cm og undir 50 kg. Ef til vill er þetta tóninn í röddinni minni, eða augnaráðið, eða jafnvel göngulagið, bara eitthvað sem er í blóðinu líklega og ekki hægt að feika.
Vaff, 20.8.2007 kl. 21:21
Já þarna kom það, þess vegna finnst mér þú svo frábær, Breiðhyltingur ertu
Fellahverfisvillingurinn Krása
Krása (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 23:11
Ég hef alltaf verið skíthrædd við þig Margrét eftir að þú misstir þig á mig sumarið 2004 og hótaðir mér ala Breiðholtstyle. Þetta hafði svo djupstæð áhrif á saklausu Garðabæjarstúlkuna að ég hef forðast breiðholtið eins og heitan eld síðan þá.....
Auja (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 18:29
Þetta er orðin alltof löng sleikpása! Skrifaðu!
Allý (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 10:50
Ég var ekki í neinni hel... sleikpásu. Ojjj.
Vaff, 25.8.2007 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.