Með lögum skal land vort byggja

scully03Það er aðeins af algerri fórnfýsi og umhyggju fyrir meðbræðrum mínum sem ég hef ekki bloggað undanfarna daga. Ekki af leti eða framtaksleysi eins og einhver gæti haldið.

Síðustu daga hef ég verið að koma mér fyrir á nýjum vinnustað. Nú getið þið, mínir samborgarar, farið að anda léttar. Ég er farin að berjast gegn glæpum.

Ég fæ þó hvorki kylfu né handjárn. Ég fæ ágætis skrifborð, fínan skrifstofustól og tölvu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Það er hægt að gera margt með tölvunni

Halldór Sigurðsson, 25.8.2007 kl. 21:43

2 identicon

Ég mun sofa betur á nóttunni vitandi af þér að berjast gegn glæpum í samfélaginu.

Bergþóra (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 17:01

3 identicon

újé til lukku með nýja djobbið. Alltaf gaman að takast á við eitthvað nýtt og krefjandi - mér finnst þú ótrúlega dugleg að gera þetta samhliða masternum. En þú ert auðvitað algjör jaxl!

Ég er sjálf í mastersnámi í útlöndum, er að bisast við að skrifa ritgerðina mína - verst hvað maður afvegaleiðist auðveldlega í netheimum! Ég var að kenna í nokkur ár heima á Íslandi, áttaði mig fljótt á því að foreldrar annarra barna væru upp til hópa kolómögulegir, vatt því kvæði mínu í kross og dröslaði börnunum mínum tveimur og karlinum til útlanda fyrir tveim árum og hér erum við enn. Og verðum líklega nokkur ár í viðbót. 

En ég ætla nú ekki að taka yfir bloggið þitt með hetjusögum af mér og mínum, kann ekki við það enda svo vel upp alin í Breiðholtinu! Ég myndi nú alveg þiggja tölvupóst, ætla líka að leggja slóðina inn á síðuna hjá erfingjunum þar sem ég er svo ósmart að blogga ekki - þú getur skilið þitt netfang eftir þar.

http://axelogilmur.barnaland.is/

kær kveðja

Dísa

Dísa (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 09:26

4 Smámynd: Vaff

Halldór: já.

Bergþóra: já, nú fyrst getur þú farið að sofa rólega.

Dísa: ég hef núþegar sent þér línu á barnasíðuna.

Vaff, 28.8.2007 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband